22. jan. 2024

Sala Mercedes-Benz jókst á milli ára

Mesta sala lúxusbíla frá upphafi og 73% aukning á sölu alrafmagnaðara fólksbíla

1,5% aukning á sölu bíla hjá Mercedes-Benz Group árið 2023.

Árið 2023 seldi Mercedes-Benz Group 2.491.600 bíla, sem er 1,5% aukning frá árinu áður, þrátt fyrir takmarkanir í aðfangakeðju. Árangrinum má þakka áherslu á lúxusbíla og sendiferðabíla, auk rafvæðingar bíla.

"Sölutölur 2023 sýna að lúxusbílar eins og Mercedes-Maybach, G-Class og Mercedes-AMG skiluðu sínum besta árangri frá upphafi. Sala á rafbílum heldur áfram að aukast og var nýjum E-Class sérstaklega tekið vel. Mercedes-Benz sendibílar áttu einnig sitt besta ár hingað til. Við siglum svo af krafti inn í nýtt ár þökk sé nýjum og rafmögnuðum G-Class, Mercedes-AMG GT Coupé og nýjum eSprinter". sagði Ola Källenius, forstjóri Mercedes-Benz Group AG.

Mercedes-AMG GT 63 4MATIC+ Coupé er einstaklega vel heppnaður

Mercedes-Benz fólksbílar.

Mercedes-Benz seldi 2.043.800 bíla árið 2023, þar sem eftirspurn eftir lúxusbílum leiddi til aukinnar sölu Mercedes-Maybach (+19%), G-Class (+11%) og Mercedes-AMG (+4%), samtals 328.200 bíla. Að auki seldust 60.000 bílar af V-Class og EQV á árinu 2023. Á fjórða ársfjórðungi seldi Mercedes-Benz Cars 514.000 bíla, þrátt fyrir takmarkað vöruframboð. Inni í þessum tölum er 17% aukning á sölu lúxusbíla á milli ársfjórðunga.

Mercedes-Maybach seldi 19% fleiri bíla árið 2023, sem helst var að þakka mikilli sölu á Mercedes-Maybach GLS og S-Class á öllum lykilmarkaðssvæðum. Á fjórða ársfjórðungi setti Mercedes-Maybach EQS SUV-rafbílinn á markað í Bandaríkjunum og fylgja önnur lykilmarkaðssvæði í kjölfarið árið 2024. Aukin sala Mercedes-AMG (+4%) á árinu 2023 fólst meðal annars í 76% aukningu í sölu rafbíla með öflugum rafhlöðum.

Sala G-Class var áfram mikil og jókst um 11% á árinu 2023. Á þessu ári er G-rafbíllinn síðan væntanlegur á markað. S-Class er óumdeildur leiðtogi þessa flokks bíla og heldur markaðshlutdeild sinni innan hans, sem eru um 50% á öllum lykilmarkaðssvæðum.

Árssala í kjarnaflokknum var 1.096.800 seldir bílar (-2%) árið 2023, aðallega vegna takmarkana í aðfangakeðjum og skipta yfir í nýjan E-Class, sem kom á markað í Kína í desember. Framboð á GLC og E-Class var takmarkað á mörgum markaðssvæðum vegna skorts á 48 volta kerfum. Sala C-Class jókst um 10% árið 2023.

Sala í grunngerðarflokknum náði 618.800 seldum bílum (+4%) árið 2023 vegna mikillar eftirspurnar eftir EQA (+57%) og EQB (+109%).

Sala alrafknúinna fólksbíla frá Mercedes-Benz jókst um 73% yfir árið, í 222.600 selda bíla, sem samsvarar 11% heildarsölu og 19% þegar tengiltvinnbílar eru teknir með. Sala EQE Sedan-bílsins jókst gríðarlega á heimsvísu, um heil 120%, og sala rafbíla á Bandaríkjamarkaði meira en tvöfaldaðist (+167%), að mestu leyti vegna nýja EQE SUV-bílsins.

Sala sendiferðabíla jókst um 8% og sala sendiferðarafbíla jókst um 51%

Mercedes-Benz sendiferðabílar.

Sala Mercedes-Benz Vans á heimsvísu jókst um 8% árið 2023, í 447.800 selda bíla, sem er mesta sala frá upphafi. Sala á mikilvægum mörkuðum í Evrópu og Norður-Ameríku jókst um 8% annars vegar, í 279.400 selda bíla, og 13% hins vegar, í 86.400 selda bíla. Í Bandaríkjunum jókst salan um 13%, í 75.100 selda bíla, sem er metfjöldi á ársgrundvelli. Þetta gerir Bandaríkin að öðru stærsta markaðssvæði fyrir sendiferðabíla Mercedes-Benz á heimsvísu.

Mikil eftirspurn er eftir sendiferðabílum frá Mercedes-Benz, þrátt fyrir ytri áskoranir. Mercedes-Benz Vans náði sínum besta árangri á ársgrundvelli frá upphafi í öllum flokkum sendiferðabíla, með 237.400 seldum bílum í flokki stórra sendiferðabíla, 178.900 í flokki miðlungsstórra sendiferðabíla og 31.500 í flokki lítilla sendiferðabíla. Um 22.700 sendiferðarafbílar seldust á árinu 2023, sem er um 51% aukning. Sérstaklega hefur orðið vart við aukna eftirspurn eftir sendiferðabílum til atvinnunota og jókst sala þeirra um 9%, í 380.400 selda bíla.

Í flokki sendiferðabíla til einkanota seldust 67.400 bílar (-1%), sem er svipaður fjöldi og árið á undan, og er helsta ástæða þess ný gerð miðlungsstórra sendiferðabíla sem væntanleg er á markað árið 2024.