Mercedes-Benz fólksbílar.
Mercedes-Benz seldi 2.043.800 bíla árið 2023, þar sem eftirspurn eftir lúxusbílum leiddi til aukinnar sölu Mercedes-Maybach (+19%), G-Class (+11%) og Mercedes-AMG (+4%), samtals 328.200 bíla. Að auki seldust 60.000 bílar af V-Class og EQV á árinu 2023. Á fjórða ársfjórðungi seldi Mercedes-Benz Cars 514.000 bíla, þrátt fyrir takmarkað vöruframboð. Inni í þessum tölum er 17% aukning á sölu lúxusbíla á milli ársfjórðunga.
Mercedes-Maybach seldi 19% fleiri bíla árið 2023, sem helst var að þakka mikilli sölu á Mercedes-Maybach GLS og S-Class á öllum lykilmarkaðssvæðum. Á fjórða ársfjórðungi setti Mercedes-Maybach EQS SUV-rafbílinn á markað í Bandaríkjunum og fylgja önnur lykilmarkaðssvæði í kjölfarið árið 2024. Aukin sala Mercedes-AMG (+4%) á árinu 2023 fólst meðal annars í 76% aukningu í sölu rafbíla með öflugum rafhlöðum.
Sala G-Class var áfram mikil og jókst um 11% á árinu 2023. Á þessu ári er G-rafbíllinn síðan væntanlegur á markað. S-Class er óumdeildur leiðtogi þessa flokks bíla og heldur markaðshlutdeild sinni innan hans, sem eru um 50% á öllum lykilmarkaðssvæðum.
Árssala í kjarnaflokknum var 1.096.800 seldir bílar (-2%) árið 2023, aðallega vegna takmarkana í aðfangakeðjum og skipta yfir í nýjan E-Class, sem kom á markað í Kína í desember. Framboð á GLC og E-Class var takmarkað á mörgum markaðssvæðum vegna skorts á 48 volta kerfum. Sala C-Class jókst um 10% árið 2023.
Sala í grunngerðarflokknum náði 618.800 seldum bílum (+4%) árið 2023 vegna mikillar eftirspurnar eftir EQA (+57%) og EQB (+109%).
Sala alrafknúinna fólksbíla frá Mercedes-Benz jókst um 73% yfir árið, í 222.600 selda bíla, sem samsvarar 11% heildarsölu og 19% þegar tengiltvinnbílar eru teknir með. Sala EQE Sedan-bílsins jókst gríðarlega á heimsvísu, um heil 120%, og sala rafbíla á Bandaríkjamarkaði meira en tvöfaldaðist (+167%), að mestu leyti vegna nýja EQE SUV-bílsins.