17. mars 2020

Ráðstafanir vegna COVID-19

Til að tryggja öryggi starfsfólks okkar og viðskiptavina hafa nauðsynlegar ráðstafanir verið gerðar í samræmi við reglur Landlæknisembættisins.

Í Öskju leggjum við áherslu á áframhaldandi góða þjónustu við viðskiptavini okkar og höfum opið fyrir alla þjónustu og sölu á hefðbundnum opnunartíma. Við bendum viðskiptavinum okkar á að hægt er að hafa samband við okkur í síma 590 2100, með tölvupósti á netfangið askja@askja.is, og með netspjalli á askja.is.

Aukin áhersla er nú lögð á almenn þrif í fyrirtækinu með áherslu á að allir snertifletir séu sótthreinsaðir reglulega. Má þar nefna þrif á hurðarhúnum, stýri á bílum, lyklum, pennum, þjónustuborðum ofl. Auk þess sem við tryggjum gott aðgengi að heitu vatni, sápu og handspritti fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk. Við höfum skipt fyrirtækinu upp í aðskilda hópa þannig að snerting á milli þeirra sé í lágmarki. Við hvetjum starfsmenn stil að vinna að heiman sé þess kostur.

Lögð er áhersla á að starfsfólk Öskju haldi hæfilegri fjarlægð við hvort annað og viðskiptavini. Því heilsum við ekki með handabandi og notum hanska í okkar verkefnum. Jafnframt hvetjum við viðskiptavini okkar til að nota snertilausar greiðslur með farsímum eða úrum í stað greiðsluvéla og seðla.

Við leggjum okkar að mörkum til að tryggja þitt öryggi og áframhaldandi góða þjónustu.

Starfsfólk Öskju.