Allt á ferð og flugi.
Hálftíma síðar er EQA-bíllinn fullhlaðinn og ferðin heldur áfram í átt að Reykjavík. Um leið og við ökum út af Hringveginum liggur leiðin út á malarvegi og bundið slitlag. 4MATIC EQA er aldrifinn og fer létt með malarvegina, auk þess sem hann ekur af öryggi á snævi þöktum vegum og í hálku. Veðrið breytist á kílómetra fresti eða svo og skyndilega er bíllinn umkringdur þéttri þoku. Við þurfum samt engar áhyggjur að hafa, því eins og við segjum gjarnan á Íslandi: Ef veðrið er leiðinlegt skaltu bara bíða í fimm mínútur. Veðrið er jafn síkvikt og náttúran. Á Íslandi lærist manni fljótt að taka því sem að höndum ber. Og aðalsöguhetjan okkar tekur heils hugar undir það: „Við erum fljót að taka ákvarðanir, enda getur veðrið breyst frá einu augnabliki til annars. Þess vegna lifa svo margir Íslendingar eftir kjörorðinu „Þetta reddast.“
Rétt eins og náttúra Íslands virðist EQA-bíllinn stöðugt á hreyfingu: MBUX-kerfið greinir handahreyfingar sjálfkrafa að hluta og undirstrikar tiltekin svæði á skjánum, sem auðveldar alla notkun hans mikið. Sjálfvirka THERMOTRONIC-hita- og loftstýringin viðheldur stöðugu hitastigi í samræmi við veðurskilyrði. Ólafía Kristinsdóttir er þó sérstaklega hrifin af einu atriði: stemningslýsingunni, sem skapar notalega birtu að innan, ekki síst þegar grá þokan umvefur allt. „Ég setti þetta einu sinni í story á Instagram. Fólki fannst birtan ótrúlega flott og ég fékk fullt af athugasemdum um það lengi á eftir.“
Smám saman verður byggðin þéttari og göturnar malbikaðar. Við erum komin að útjaðri Reykjavíkur. Nú er líka einmitt kominn tími til að mamma sæki eins og hálfs árs guttann á leikskólann. Hún er auðvitað þegar búin að fara með hann á golfvöllinn og hann hrópar oft hástöfum „Golf, golf!“ Hún brosir þegar hún bætir við: „Kannski ég ætti að skrá hann í golfskólann fyrr en ég ætlaði.“
Það er ekki aðeins vegna sonarins sem þessi fyrrum atvinnukylfingur er komin aftur á völlinn. Nú hyggst hún, í samstarfi við fyrrum styrktaraðila sinn, bjóða upp á golfkennslu fyrir stúlkur, með það fyrir augum að vekja ástríðu fyrir íþróttinni hjá næstu kynslóð íþróttakvenna. Hún tekur einnig virkan þátt í starfi golfklúbbsins síns í Reykjavík og er í æfingahópum með öðrum kylfingum. Golfið er enn sem fyrr veigamikill hluti af lífi Ólafíu, jafnvel þótt það eigi ekki lengur hug hennar allan.
„Nú er næsta ævintýri að hefjast,“ voru lokaorð Ólafíu í myndbandinu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði að hætta sem atvinnukylfingur. Þau orð lýsa í hnotskurn viðhorfi hennar og hvernig hún tekst á við ný verkefni. Að vera opin fyrir ævintýrunum sem lífið býður upp á. Ævintýrum sem koma á óvart. Ævintýrum sem halda þér á stöðugri hreyfingu. Keyrir faðir hennar enn 230 E-benzinn? Nei, segir Ólafía. Pabbi hennar er búinn að skipta yfir í rafmagnið.