6. okt. 2023

Nýr og enn betri vefur Mercedes-Benz á Íslandi

Vefsíður bæði fólks- og atvinnubíla Mercedes-Benz á Íslandi eru nú enn notendavænni

EQE SUV

Aðal markmið breytinganna var að einfalda og bæta notendaupplifun.

Nú á dögunum fóru í loftið nýjar vefsíður Mercedes-Benz fólks- og atvinnubíla á Íslandi.

Við vinnslu á nýjum vefsíðum var lögð rík áhersla á einföldun og framúrskarandi notendaupplifun. Mikið af upplýsingum hefur verið sameinað á eina lendingarsíðu í stað þess að notendur afli sér upplýsinga á mörgum undirsíðum, eins og var á eldri vefsíðum Mercedes-Benz á Íslandi.

Vefstjóri Öskju, Oddný Blöndal, vann að uppsetningu beggja vefsíðna ásamt fyrirtækinu ATG (Automotive Transformation Group) og alþjóðlegu markaðsteymi Mercedes-Benz.
"Á nýjum vefsíðum fólks- og atvinnubíla er nú enn sýnilegra og einfaldara að bóka reynsluakstur og er góð notendaupplifun höfð að leiðarljósi í öllum breytingum. Það er afar mikilvægt að allar breytingar séu gerðar með tilliti gilda Mercedes-Benz, sem á stóran og tryggan viðskiptavinahóp á Íslandi
, sagði Oddný Blöndal, vefstjóri Öskju.

Hægt er að skoða nýjar vefsíður fólks- og atvinnubíla með því að smella hér fyrir neðan.

Mercedes-Benz fólksbílar.
Mercedes-Benz atvinnubílar.