27. sept. 2023

Nýr Mercedes-Benz eCitan

Rafknúni litli sendibíllinn fyrir sendingar og þjónustu innanbæjar

eCitan að aftan rauður og að framan grár

Á heimavelli í innanbæjarakstri og víðar.

Nettur, sterkbyggður, rafknúinn: Nýi eCitan-sendibíllinn er á heimavelli í innanbæjarakstri og víðar – hvort sem það er á þröngum götum miðborgarinnar eða í úthverfum. Ríflegt farmrýmið og mikil burðargeta standast fyllilega samanburð við hefðbundna sendibíla í þessum stærðarflokki.

Allt að 284 km drægni (WLTP).
Þökk sé 45 kWh háspennurafhlöðu.

DC-hraðhleðsla með allt að 80 kW.
Hleður rafhlöðuna í hvelli.

Allt að 3,7 m3 farmrými.
Ríflegt og traust farmrými – eins og þú átt að venjast.

Hægt er að velja á milli tveggja lengdarútfærslna, allt eftir plássþörf: Í staðallengd er hægt að flytja tvö Euro-bretti, en í gegnum breikkaða rennihurðina á löngu útfærslunni er einnig hægt að koma fyrir brettum á hlið þegar á þarf að halda.

eCitan-á-hlið-undir-brú

Mercedes-Benz-sendibílar setja nýtt fordæmi fyrir sendingar innanbæjar án losunar koltvísýrings.

Í flokki atvinnusendibíla er eCitan með heilli yfirbyggingu fáanlegur í tveimur mismunandi lengdum: styttri útgáfu sem er 4498 mm og lengri útgáfu sem er 4922 mm. Drægni er mismunandi eftir gerð en er á bilinu 280–284 km samkvæmt WLTP-prófunum. Þetta uppfyllir kröfur fyrirtækja sem gjarnan nota minni gerðir sendibíla fyrir sendingar og farþegaflutninga innanbæjar. Á hraðhleðslustöðvum hleðst 45 kWh rafhlaðan úr 10% í 80% á innan við 38 mínútum með 80 kW hleðslubúnaði með jafnstraumi.

Hleðslugetan og farmþunginn eru sambærileg við hefðbundnar Citan-gerðir. Fyrir styttri útgáfuna er hleðslurýmið 2,9 rúmmetrar og hámarkshleðslan 544 kg og fyrir lengri útgáfuna 3,7 rúmmetrar og allt að 722 kg.

Nánar um eCitan
eCitan-að-aftan