31. júlí 2023

Nýr Mercedes-AMG GLC

Einkenndandi AMG hönnun sem kemur tveimur kraftmiklum útgáfum

Mercedes-AMG GLC 63 S E PERFORMANCE að framan

Meira afl, meiri búnaður, meiri akstursánægja

Nýr Mercedes-AMG GLC leysir hinn farsæla forvera sinn af hólmi og bætir við margs konar nýjungum. Þessi sportbíll er fáanlegur á tveimur afkastastigum og með tveimur útlitspökkum: sem fyrsta stigs grunnútfærslan GLC 43 4MATIC og sem fyrsta hybrid-sportbílaútfærslan GLC 63 S E PERFORMANCE.

Í GLC 43 4MATIC afkastar tveggja lítra, fjögurra strokka AMG-vél með rafknúinni útblástursþjöppu 310 kW (421 hö.) og býr auk þess yfir 10 kW (14 hö.) viðbótarafli í reimdrifna startaranum/rafalnum á lága hraðasviðinu. Staðlaða afturöxulsstýringin, kraftmikla AMG 4MATIC-aldrifið með bakvísandi togdreifingu, AMG SPEEDSHIFT MCT 9G-gírskiptingin með blautkúplingu og AMG RIDE CONTROL-fjöðrunin með sjálfvirku demparakerfi eiga líka sinn þátt í því hve öflug akstursupplifunin er.

Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC að framan
Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC

Í GLC 63 S E PERFORMANCE er sérstök aflrás frá Mercedes-AMG sem er sannkallað tækniafrek. Hún sameinar tveggja lítra AMG-túrbóvélina og rafdrifseiningu á afturöxlinum svo úr verður spennandi akstursupplifun með miklum afköstum. Auk þess sem þrýstikrafturinn fer ekki á milli mála tryggir sérstaka hybrid-hönnunin líka jafna þyngdardreifingu sem aftur skilar sér í bættum aksturseiginleikum sem og nákvæmari stýringu. Viðbragðsflýtir rafdrifsins á afturöxlinum, hröð togmyndun og skjótvirk aflgjöf eru sérstaklega veigamiklir eiginleikar.

Rafmótorinn eykur afl og tog í samræmi við aðstæður, allt eftir akstursstillingu og akstursskilyrðum, og skapar þannig akstursupplifun sem er annaðhvort venju fremur þægileg eða kraftmikil. Einnig er hægt að aka á rafmagni eingöngu. Rafmagnsaflrásin og afkastamikla 400 volta rafhlaðan eru afrakstur innra þróunarstarfs hjá AMG. Eins og í Formúlu 1™ er rafhlaðan sérstaklega hönnuð fyrir skjótvirkt út- og inntak afls og hugvitssamlega kælingu rafhlaðna. Heildarafköst kerfisins eru 500 kW (680 hö.) og hámarksheildartog er 1020 Nm.

Annar hápunktur er stillanlega AMG Performance 4MATIC+-aldrifið sem eykur enn á akstursánægjuna. Við þetta bætist virk afturöxulsstýring, sem sameinar lipurð og stöðugleika, sem staðalbúnaður.

Mercedes-AMG GLC 63 S E PERFORMANCE á hlið
Mercedes-AMG GLC 63 S E PERFORMANCE

Tveggja lítra, fjögurra strokka AMG með rafknúinni útblástursforþjöppu

Þungamiðjan í nýjum gerðum Mercedes-AMG GLC er tveggja lítra, fjögurra strokka AMG-vél sem sameinar nýjustu tækni, mikil afköst og einstaka sparneytni. Stjórneiningin er trú hefðinni sem hefur einkennt vörumerkið: Hún var ekki bara að öllu leyti þróuð í starfsstöð fyrirtækisins í Affalterbach heldur er henni líka komið fyrir þar samkvæmt reglunni „einn maður, ein vél“. Þannig sameinar Mercedes-AMG handbragð sérþjálfaðra starfsmanna sinna, nýjustu Industry 4.0-framleiðsluaðferðirnar og stafvæðingu á háu stigi.

M139l-vélin, eins og innanbúðarfólk kallar hana (þar sem l þýðir að henni er komið fyrir langsum), er eina vélin í heimi sem er framleidd með hverfilforþjöppu og rafknúinni útblástursforþjöppu. Kerfið er náskylt tækninni sem Mercedes-AMG Petronas-liðið í F1™ hefur um árabil notað með góðum árangri í úrvalsdeild akstursíþrótta. Þessi nýja forþjappa tryggir tafarlaust viðbragð yfir allt snúningshraðasviðið. Þetta skilar sér í enn kraftmeiri akstursupplifun um leið og það eykur sparneytni.

Innblásinn af Mercedes-AMG Petronas-liðinu í F1™

Innblásin af Formúlu 1™, þróuð í Affalterbach: öfluga AMG-rafhlaðan

Litíum-ion-orkugeymslukerfið var þróað með hliðsjón af tækni sem hefur sannað sig í Formúlukappakstursbílum Mercedes-AMG Petronas F1™-liðsins. Í þróunarferlinu skiptust sérfræðingarnir á Formula 1™-vélaverkstæðinu High Performance Powertrains (HPP) í Brixworth stöðugt á hugmyndum við Mercedes-AMG í Affalterbach. Kraftmikla AMG-rafhlaðan sameinar mikið afl, sem hægt er að kalla fram eftir þörfum, og lágmarksþyngd til þess að auka heildarafköst bílsins.

Við þetta bætist hröð orkuöflun og mikil aflþéttni. Þetta þýðir til dæmis að þegar ekið er greitt um hæðótt landslag geta ökumenn notað fulla orkugetu án tafar þegar þeir aka upp í móti en um leið er endurheimtin mikil þegar ekið er niður brekkur.