27. jan. 2022

Nýr Kia Niro kemur í haust

Ný kynslóð af hinum vinsæla Kia Niro hefur verið kynnt en bíllinn er væntanlegur á markað í haust.

Niro mosagrænn í innkeyrslu séð frá hlið

Þetta er þriðja kynslóð Kia Niro sem hefur verið einn vinsælasti bíll Kia um allan heim undanfarin ár. Hér á landi hefur hann verið söluhæsta gerð Kia en merkið var það söluhæsta í fólksbílum á Íslandi á síðasta ári.

Kia Niro er í boði í þremur útfærslum; sem hreinn 100% rafbíll, sem Plug-in Hybrid og einnig með Hybrid vél. Nýr Kia Niro breytist mikið í útliti miðað við núverandi kynslóð. Bíllinn fær uppfært útlit að utan og innan, útlit sem tekið er eftir. Hönnunin er framúrstefnuleg og djörf og ber að mörgu leyti keim af HabaNiro hugmyndabílnum sem kynntur var 2019.

Framhluti Niro er mjög breyttur með nýju og fallega hönnuðu grilli og LED ljósum sem gefa bílnum voldugt útlit. Afturhluti bílsins er dínamískur með fallega hönnuðum LED ljósum og hárri gluggalínu. Bíllinn er stærri en áður og býður upp á meira pláss. Farangursrýmið er 451 lítrar eða allt 15 lítrum stærra en áður.

Innanrými Kia Niro

Innanrýmið er nútímalegt og fagurlega hannað.


Vandað er til verka í efnisvali þar sem sjálbærni er höfð að leiðarljósi. Bíllinn er mjög tæknivæddur og sést það best á 10,25" Digital aðgerðaskjá þar sem boðið er upp á upplýsingar um allt sem viðkemur akstrinum og afþreytingu í gegnum snjallsíma. Nýr Kia Niro verður búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum Kia.

Kia Niro er afar umhverfismildur bíll en höfðar einnig til skilningarvitanna hvað varðar fallega hönnun og góða aksturseiginleika. Kia býður nú upp á Greenzone akstursstillingu sem sjálfkrafa færir akstur í Plug-in Hybrid og Hybrid útfærslunum í fullan EV rafakstur þegar við á til að auka sjálfbærni möguleika bílsins. Með nýjum Niro undirstrikar Kia þá stefnu að vera leiðandi í sjálfbærni í bílaheiminum.