12. sept. 2022

Nýr Kia Niro frumsýndur á laugardag

Laugardaginn 17. september frá kl. 12-16 frumsýnir Askja nýja kynslóð Kia Niro í sýningarsal Kia, Krókhálsi 13.

Kia Niro - allar týpur

Nýr Kia Niro gefur nýja ásýnd á götunum og ryður brautina fyrir rafknúnum samgöngum til framtíðar.

Nýr Niro er uppfullur af nýjungum, með djörfu og ákveðnu útliti. Rúmgóður og framúrstefnulegur með háþróaðri tækni, tengingum og öryggisbúnaði.

Kia Niro er í boði með þremur aflrásum, 100% rafdrifinn (EV), tvinn (hybrid) og tengiltvinn (plug-in hybrid). Alrafmagnaður Niro er með allt að 455 km drægi og tengiltvinn allt að 65 km drægi.

Stjórnrýmið og farþegarýmið hefur verið uppfært fyrir enn ánægjulegri akstur og hann er hlaðinn tæknibúnaði sem auðveldar ökumanni stjórnun bílsins og býður upp á enn meiri þægindi fyrir alla í bílnum.

Við hlökkum til að sjá þig á laugardaginn.

Nánar um nýjan Kia Niro