21. maí 2021

Nýr EQS heimsækir Ísland

Nýr EQS heimsækir Ísland í tilefni alþjóðlegrar rafíþróttakeppni í Laugardalshöll.

Nýr EQS á Íslandi

Mercedes-Benz er alþjóðlegur samstarfsaðili League of Legends Mid-Season Invitational 2021 sem fram fer á Íslandi þessa dagana. Af því tilefni var nýr EQS sendur til Íslands fyrir myndatökur. Framleiðsla á bílnum hófst í maí og verða fyrstu bílar afhentir kaupendum á heimsvísu í lok sumars.

Keppnin hófst í Laugardalshöll þann 6. maí og lýkur 23. maí með úrslitakeppni og bikarathöfn. Þegar nýr MSI meistari verður krýndur á Íslandi spilar EQS veigamikið hlutverk í hátíðarhöldunum á meðan bikarathöfnin stendur yfir. Milljónir aðdáenda fylgjast með keppninni um allan heim en meira en 800 leikmenn í yfir 100 atvinnumannaliðum League of Legends keppa í deildinni á heimsvísu.