12. júlí 2022

Ný og glæsileg aðstaða á Krókhálsi 11

Það eru jákvæðar breytingar hjá okkur í Öskju.

Við höfum opnað nýja og glæsilega varahlutaverslun ásamt nýrri verkstæðismóttöku í húsnæði Öskju á Krókhálsi 11.

Nú verður sala varahluta fyrir öll vörumerki á einum stað og þar munu sérfræðingar okkar svara öllum þínum fyrirspurnum og aðstoða þig með það sem þig vantar. Við höfum einnig opnað nýja verkstæðismóttöku og innan tíðar mun nýr og glæsilegur sýningasalur Mercedes-Benz líta dagsins ljós í sama húsnæði.

Til að minnka biðtíma eftir þjónustu í varahlutaverslun hvetjum við þig til hafa samband við okkur í síma 590-2150 eða senda póst á varahlutir@askja.is svo við getum tekið til vöruna fyrir þig áður en þú kemur.

Við erum í fullum undirbúningi að opna sjálfsafgreiðslukassa þar sem viðskiptavinir munu eiga þess kost að ganga frá greiðslu í gegnum síma eða tölvupóst og sækja þegar þeim hentar í sjálfsafgreiðslukassana. Frábært fyrirkomulag fyrir þá sem hafa ekki tíma til að mæta á opnunartíma og vilja sækja þegar þeim hentar.

Með þessum breytingum er okkar markmið að auka þjónustustig til viðskiptavina okkar, minnka biðtíma eftir þjónustu og varahlutum og þannig spara þér og þínum tíma.

Við hlökkum til að taka á móti þér í nýrri og betri aðstöðu að Krókhálsi 11.