27. júní 2023

Nú er hægt að klára bílakaup á vef Öskju

Nýr rafrænn sýningarsalur býður upp á gott yfirlit yfir bíla sem til eru á lager og einnig þá sem eru væntanlegir.

Straumurinn er í Öskju

Val á orkugjafa er eitt af því fyrsta sem fólk hugsar út í við val á bíl.

Nýr sýningarsalur Öskju býður viðskiptavinum að greiða bíl að fullu á vefnum í gegnum persónulega síðu sem viðkomandi skráir sig inn á með rafrænum skilríkjum. Sýningarsalurinn hefur verið uppfærður til að einfalda samanburð bifreiða og hámarka þægilega notendaupplifun. Hægt er að velja bíl, lit, orkugjafa, taka hann frá og ákveða hvernig hann er greiddur.

„Bílamarkaðurinn er að mörgu leyti nokkrum árum á eftir þegar kemur að stafrænum kaupum og þjónustu vegna eðlis vörunnar og þjónustunnar en við sjáum fram á breytta tíma á komandi árum. Rannsóknir hafa sýnt að vaxandi áhugi og vilji er meðal einstaklinga að klára bílakaup á netinu og þar er auðvitað stafræna kynslóðin í forgrunni þar sem meirihluti einstaklinga 40 ára og yngri myndu vilja klára bílakaup á netinu", segir Sigríður Rakel Ólafsdóttir, markaðsstjóri Öskju.

Markmið Öskju er að vera í fararbroddi þegar kemur að þjónustu til viðskiptavina. Þetta er því góð viðbót við þá núverandi þjónustu sem stendur til boða og fyrir þá sem vilja eiga rafræn viðskipti.

Skoða nýjan sýningarsal Öskju