11. okt. 2023

Myndband: Kia EV9 í íslensku umhverfi

Rafjeppinn er væntanlegur til landsins í nóvember 2023

Kia-EV9-Iceland

Opnaðu á alla möguleika.

Einn mest spennandi jeppi samtímans, nýr og alrafmagnaður Kia EV9, er væntanlegur til landsins í nóvember.

Dagsetning frumsýningar verður tilkynnt von bráðar.

Beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu eftir þessum brautryðjandi jeppa sem hefur nú þegar unnið verðlaun á borð við lúxus bíll ársins í Þýskalandi.

Þú finnur það besta úr báðum heimum í nýjum Kia EV9. Harðgeran jeppa með kraftmikið yfirbragð og lipran rafbíl sem hentar fullkomlega innanbæjar. EV9 er innblásinn af náttúrunni og nútímanum með einkennandi kraftalegri lögun og framúrstefnulegum línum.

Forpanta EV9
Hægt er að snúa sætum í annarri sætaröð.

Skref í átt að sjálfbærum samgöngum og þægindin í fyrirrúmi.

Flaggskip Kia, EV9, undirstrikar stór markmið Kia að bjóða upp á sjálfbærar samgöngulausnir án þess að falla frá gæðum eða öryggi, en Kia ætlar sér að ná kolefnishlutleysi í allri starfsemi sinni fyrir 2045. Í bílnum eru efni endurhugsuð ásamt því að í honum er fjöldi nýjunga í öryggisbúnaði.

Þægindin eru einnig í fyrirrúmi í nýjum Kia EV9. Þetta felur meðal annars í sér ofurhraða og hnökralausa hleðslu í allt að 249 km drægi á aðeins 15 mínútum, hvort sem er í heimahleðslustöðinni eða almennri hleðslustöð. Einnig er hægt að snúa sætum í annarri sætaröð.

Sjáðu magnað myndband af Kia EV9 í íslensku umhverfi, þar sem hann mun reynast vel, hér að neðan.

Nánar um Kia EV9