27. des. 2023

Mikilvægt að skrá kílómetrastöðu fyrir 20. janúar

Ný lög fela í sér að árið 2024 verður innleitt kílómetragjald fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla

Kia-Ceed-SW-að utan í hleðslu

Skráning fer fram á Mínum síðum island.is og í island.is appinu

Frá áramótum þarf að greiða kílómetragjald af akstri rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla en er það hluti af stærra verkefni sem snýr að fjármögnun vegakerfisins á Íslandi. Lesa má um ástæður kílómetragjaldsins og fjármögnun vegasamgangna á vefsvæðinu vegirokkarallra.is

Ef skráning er ekki gerð verður innheimt vanskráningargjald að upphæð 20.000 kr. eftir 30. janúar.

Skrá stöðu kílómetramælis á island.is

Mikilvægar dagsetningar

  • Kílómetragjald tekur gildi 1. janúar 2024.
  • Skylt er að skrá stöðu kílómetramælis fyrir 20. janúar 2024.
  • Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar 2024.

Upphæðin er:

  • 6 krónur á hvern kílómetra fyrir rafmagnsbíla og vetnisbíla
  • 2 krónur á hvern kílómetra fyrir tengiltvinnbíla

Hægt er að skrá:

Fyrsta skráning

Skylt er að skrá stöðu kílómetramælis fyrir 20. janúar 2024.

Ef skráning er ekki gerð verður:

  • Innheimt vanskráningargjald að upphæð 20.000 krónur eftir 30. janúar
  • Greiðandi boðaður í álestur hjá faggiltri skoðunarstofu sem mun skrá stöðu kílómetramælis eftir 30. janúar