9. júní 2021

Mikið úrval rafmagnaðra atvinnubíla frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz hefur aukið mjög úrval atvinnubíla sem eru 100% rafmagnaðir.

Mikið úrval rafmagnaðra atvinnubíla frá Mercedes-Benz

Nýlega komu til landsins eSprinter og eVito sendibílarnir sem eru góð viðbót við farþegabílana EQV og eVito Tourer.

Sendibílarnir eSprinter og eVito henta vel fyrirtækjum sem starfa í útkeyrslu á varningi þar sem vegalengdir eru stuttar. Rafmagnið dugir til aksturs allan daginn en hægt er að ná allt að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum. Bílarnir eru sérlega þægilegir í akstri og umgengni enda aðstaða bílstjórans í forgangi við hönnun. Farmrýmið bíður upp á mikla möguleika því hleðslurýmið í eSprinter er allt að 11 m3 og burðargetan 1140 kg. í eVito er hleðslurýmið allt að 6,6 m3 og burðargetan allt að 960 kg.

Farþegabílarnir EQV og eVito Tourer eru fáanlegir í tveimur lengdum með sæti fyrir allt að níu manns og góðu plássi fyrir farangur. Bílarnir státa af miklu innanrými en rafgeymastæðan er undir gólfi bílsins og gengur því ekki á innanrýmið. Við íslenskar aðstæður er raundrægi EQV og eVito um 300 km á rafmagni og það tekur einungis um 45 mínútur að hlaða frá 10% upp í 80% hleðslu í hraðhleðslustöð.

„Mörg fyrirtæki eru núna að huga að umhverfismálum og færa sig yfir í rafmagnið. Við finnum einnig að það er að komast hreyfing á atvinnulífið eftir Covid-stopp síðustu mánaða, nú er ferðaþjónustan að komast aftur í gang og meiri bjartsýni í gangi en undanfarið eitt og hálft ár. Við erum því afar ánægð að geta boðið upp á breitt úrval atvinnubíla sem eru hreinir rafbílar. Þetta eru allt fjölhæfir atvinnubílar og tilbúnir í alls kyns verkefni sem atvinnulífið hefur upp á að bjóða.”
Óli Ágústsson atvinnubíladeild Mercedes-Benz hjá Öskju