Sportage, Ceed línan og Niro mest seldur bílarnir í Evrópu.
Í september 2023 seldi Kia í Evrópu 56.919 eintök, sem er 7% aukning frá sama mánuði í fyrra samkvæmt ACEA (European Automobile Manufacturers' Association).
Þetta er í takt við bílamarkaðinn í Evrópu þar sem heildarsala allra bílaframleiðenda jókst um 9,2% í september. Markaðshlutdeild Kia í Evrópu stendur stöðug í 4,9%
Það sem af er ári hefur Kia selt u.þ.b. 447.879 eintök, sem er 5% aukning borið saman við sama tímabil í fyrra.
"Aukning í sölu síðastliðna mánuði er ekki bara endurspeglun á því að bílamarkaður í Evrópu sé að ná sér á strik heldur undirstrikar þetta fjölbreytt úrval og gæði Kia og vinsældir bílanna í Evrópu" sagði Won-Jeong Jeong, forseti Kia í Evrópu. "Allt frá hinum geysivinsæla Sportage til rafbíla okkar í Niro, EV6 og nú bráðum EV9. Kia býður upp á eitthvað fyrir alla og þeirra lífstíl."
Sportage hélt stöðu sinni áfram sem söluhæsti bíllinn með 17.103 eintök. Þar á eftir fylgdi Ceed línan með 12.949 eintök og Niro með 8.277 eintök.
Rafbílar Kia, þar sem tvinn- og tengiltvinnbílar teljast einnig með, seldust í 23.301 eintökum, sem samsvarar 40,9% af öllum seldum bílum Kia. Þetta er hæsta hlutfall seldra rafbíla á mánuði sem náðst hefur en fastlega er búist við því að hlutfallið hækki næstu mánuði með komu Kia EV9.