23. apríl 2025

Mercedes-Benz kynnir Vision V

Nýr lúxusflokkur atvinnubíla.

Mercedes-Benz Vision V séður á hlið með hurðar opnar
  • Ný rafmagnsgrunnbygging (VAN.EA) markar upphaf nýrrar stefnu hjá Mercedes-Benz Vans
  • Með Vision V stígur Mercedes-Benz inn í nýjan lúxusflokk atvinnubíla
  • Vision V sameinar lúxus og notagildi í einstökum fjölnotabíl (e. MVP), ætlaður þeim allra kröfuhörðustu
  • Innra rými með góðu skipulagi, hannað með fyrsta flokks þægindi í fyrirrúmi
  • Lúxus rými með 65" skjá, 42 hátölurum og sjö skjávörpum fyrir hámarks afþreyingu

Á dögunum var Vision V – nýr og framúrstefnulegur hugmyndabíll frá Mercedes-Benz - frumsýndur í Shanghai en hann gefur innsýn í næstu kynslóð lúxus fjölnotabíla. Þetta er fyrsta sýnishorn framtíðarinnar þar sem fyrirtækið stígur inn í nýjan og glæsilegan flokk farartækja sem sameina notagildi fjölnota bíla við lúxus einkaþjónustu.

Vision V er hluti af nýju grunnkerfi rafbíla – Van Electric Architecture (VAN.EA) – sem kemur á markað árið 2026. Með því markar Mercedes-Benz nýja stefnu þar sem fjölnota bílar verða í boði í breiðu úrvali; allt frá hagkvæmum fjölskyldubílum til sérhannaðra VIP-aksturslausna og rýmismeiri lúxusbíla. Vision V sýnir efsta stig þessarar þróunar – glæsilegan bíl þar sem hönnun, rými og stafræn notendaupplifun sameinast í heildræna lúxusupplifun.

Mercedes-Benz Vision V séður að aftan
Vision V markar upphaf nýrra tíma hjá Mercedes-Benz Vans. Bíllinn sýnir í allri sinni dýrð hvernig við færum lúxus inn í rúmgott innanrými og skilgreinum jafnframt nýjan flokk bíla. Með þessu setjum við ný viðmið í hönnun, þægindum og tæknilegri upplifun – allt samkvæmt ströngustu kröfum viðskiptavina okkar.
Thomas Klein, framkvæmdastjóri Mercedes-Benz Vans
Mercedes-Benz Vision V mælaborð

Lúxus með setustofustemningu og einstökum þægindum

Vision V býður upp á ótrúlega notalegt og glæsilegt innanrými. Stór hurð opnast sjálfkrafa hægra megin og upplýst stigbretti kemur út til að auðvelda aðgengi. Þar tekur á móti þér einstaklega rúmgott setusvæði – kallað „Private Lounge“ – sem býður upp á næði, slökun og fyrsta flokks þægindi. Skilrúm úr snjallgleri aðgreinir baksæti frá ökumanni og hægt er að gera það matt eða gegnsætt eftir þörfum.

Innanrýmið sameinar vandað handverk og nýjustu tækni. Ljóst Nappa-leður og silki mynda fallega andstæðu við dökka viðaráferð. Í hliðum bílsins eru innbyggðir litlir skápar með pláss fyrir t.d. handtösku, sólgleraugu eða snjallsíma. Þar er líka leikjastýri og hátalari úr hágæðahljóðkerfi með Dolby Atmos.

Milli aftursætanna er hönnuð miðjueyja með snertiborði og felliborði sem opnast upp sem vandað skákborð – smáatriði sem sýnir hversu mikið var lagt í hönnunina. Miðjueyjan aðlagar sig sjálfkrafa að sætaskipan fyrir hámarks þægindi og notagildi.

Framúrstefnuleg sæti í hæsta gæðaflokki

Sætin í Vision V hugmyndabílnum minna á þægilega setustóla – mjúk, sveigjanleg og stílhrein. Þau eru rafstillanleg, styðja vel við líkamann og hægt er að leggja þau alveg niður fyrir þægilega hvíldarstöðu.

Mercedes-Benz Vision V farþegarými

Stafræn lúxusupplifun sem er engu lík

Í hjarta „Private Lounge“ rýmisins í Vision V er falinn uppfellanlegur 65" skjár sem rennur mjúklega upp úr gólfinu þegar hurðum er lokað. Skjárinn afmarkar farþegarýmið frá ökumannsrými.

Skjárinn býður upp á 4K myndgæði, en auk 42 hátalara hljóðkerfis með Dolby Atmos – þar á meðal hljóðnemum í sætum – verður hljóðupplifunin bæði kraftmikil og djúp. Skjávarpar í lofti og gólfi stækka sjónsviðið og hliðarrúður breytast í stafræna skjái sem skapa 360 gráðu umhverfi.

Mercedes-Benz Vision V farþegarými

Þrískipt stafrænt mælaborð fyrir ökumann og farþega

Í mælaborði bílsins er svokallaður Superscreen – þriggja skjáa lausn sem nær þvert yfir allt mælaborðið. Skjárinn býður upp á persónulega aðlögun og sýnir allar helstu upplýsingar með lifandi grafík í rauntíma. Þarna má meðal annars sjá stafrænt mælaborð, leiðsögn með yfirsýn yfir næsta umhverfi og samskipti við öryggis- og aðstoðarkerfi bílsins.

Straumlínulagað ytra útlit og nútímaleg hönnun

Ytra útlit Vision V er næsta skref í þróun hönnunarstefnu Mercedes-Benz, þar sem glæsileiki, tæknileg nákvæmni og framúrskarandi loftmótstaða fara saman. Bíllinn hefur lága og kraftmikla ásýnd með stuttum, mjóum hliðum og þaki sem rennur mjúklega í afturhlutann.

Áberandi krómlistar og gegnsæir LED-listar gefa bílnum nútímalegt og fágað yfirbragð – þar sem hefð og framtíð mætast. LED-lýsingin dregur fram form bílsins og undirstrikar rafræna upplifunina sem bíður farþega innandyra.

Mercedes-Benz Vision V séður að framan

Tímalaus hönnun í nýju ljósi

Framhluti Vision V vekur athygli með endurhönnuðu krómgrilli og þremur upplýstum glerlistum. Hundruð ljósaeininga umlykja grillið og ljósaeinangrunin, sem minnir á Mercedes-stjörnuna, bregst við komu farþega með ljósasýningu sem endar á upplýstri stjörnu á vélarhlífinni.

Ytra útlit er sportlegt og kraftmikið með skörpum línum. Dökk málning og krómlistar skapa jafnvægi milli krafts og glæsileika. 24" felgur og afturljós með yfir 450 lýsingareiningum fullkomna heildarmyndina.

Framtíðin er á leiðinni – og hún byrjar árið 2026

Vision V er aðeins upphafið. Með nýrri VAN.EA rafmagnsgrunnbyggingu hyggst Mercedes-Benz endurskilgreina lúxus í flokki fjölnota bíla og færa viðskiptavinum óviðjafnanlega upplifun – bæði hvað varðar hönnun, rými og stafræna tækni. Fyrstu bílar byggðir á þessari framtíðarsýn eru væntanlegir frá og með árinu 2026.