19. júlí 2023

Mercedes-Benz G 500 ,,Final Edition" þrítugsafmælisgerð í takmörkuðu magni

500 GE markar fyrsta skipti síðan 1993 sem Mercedes-Benz kynnir V8-afbrigði af G-Class

Mercedes-Benz G 500 final edition að aftan

Einungis 1.500 bílar af ,,Final Edition" verða framleiddir. Í bílnum er sérvalinn útbúnaður, eins og MANUFAKTUR-leðurklæðning.

Fyrir 30 árum kynnti Mercedes-Benz til sögunnar G-Class með átta strokka vél: 500 GE V8, sem var fyrst framleiddur í takmörkuðu magni og markaði þáttaskil þegar kom að fágaðri frammistöðu á vegum jafnt sem í torfærum.

Með „Final Edition“ fagnar Mercedes-Benz þrítugsafmælinu með sérstakri gerð af G 500 í takmörkuðu magni.

Bílarnir fást í þremur litaafbrigðum, 500 bílar í hverjum lit. Hægt er að velja á milli sanseraðrar hrafntinnusvartrar áferðar, MANUFAKTUR-lakksins „opalith white magno“ og nýja MANUFAKTUR-lakksins „olive magno“.

„Final Edition er þrítugsafmælisgjöf okkar til G 500, sem árið 1993 var talinn marka tímamót og gefa fyrirheit um það sem koma skyldi í flokki lúxustorfærujeppa. Með sínum einstaka sérvalda búnaði er þessi sérstaka gerð líka viðeigandi kveðjugjöf frá tveggja forþjöppu V8-vélinni í G 500.“ Sagði Dr. Emmerich Schiller, stjórnarformaður Mercedes-Benz GmbH og deildarstjóri torfærubifreiða hjá Mercedes-Benz.

„Final Edition“ er einnig með léttum 20 tommu AMG-álfelgum með 5 tvöföldum örmum, samlitar bílnum og með glansandi áferð í bland við „olive magno“-áferðina frá MANUFAKTUR. Á hinum tveimur útfærslunum eru svartar felgur með glansandi áferð. Að auki er þessi sérgerð með áletruninni „FINAL EDITION“, sem nær allt frá ytri hlífðarröndinni til varadekkshlífarinnar.

MANUFAKTUR-útlitspakkinn felur í sér hurðarhúna með upphleyptu merki sem undirstrika enn frekar vandað yfirbragð „Final Edition“. Hliðarspeglarnir varpa líka „G“-merkinu og áletruninni „STRONGER THAN TIME“ á malbikið þegar bíllinn er kyrrstæður. Gljákrómaður varadekkshringurinn og aðrir aukahlutir, sem ýmist eru samlitir bílnum eða gljákrómaðir, bera vott um einstök gæði þessarar sjaldgæfu sérgerðar. Þar að auki fá kaupendur sérstaka bílaábreiðu með áletruninni „STRONGER THAN TIME“ til að verja bílinn fyrir ryki og rispum.

Frá upphafi hefur gæðabúnaðurinn í innanrýminu verið nátengdur G 500. „Final Edition“ fylgir þessari hefð: Um leið og farþegarnir stíga inn er tekið á móti þeim með upplýstu áletruninni „FINAL EDITION“ á sílsalistunum. Áletrunina er einnig að finna innan í griphaldinu fyrir farþega. Ekta silfurpeningur með sérstöku merki gerðarinnar og viðeigandi áletrun er aftan á bíllyklinum. Auk þess eru Superior-línan með Burmester® Surround-hljóðkerfi, Active Plus-pakkinn með fjölvirkum sætum og tvílit sæti klædd MANUFAKTUR Nappa-leðri staðalbúnaður með þessari sérútgáfu.

MANUFAKTUR-leðurpakki: sérbúnaður fyrir „Final Edition“

„Final Edition“-útgáfa G 500 er búin nýja MANUFAKTUR-leðurpakkanum, sem passar fullkomlega við lakkið að utanverðu. Nafnið segir allt sem segja þarf: Næstum allt innanrýmið er klætt Nappa-leðri, allt frá farangursrýminu til loftklæðningarinnar og stillingarofanna fyrir sætin. Miðhluti loftklæðningarinnar er litaður í stíl við miðstokkinn milli sætanna og er með sömu demantshönnunina. Ásamt sanseruðu hrafntinnusvörtu áferðinni er hægt að fá hana í títangráu/svörtu. Í útfærslunni með „opalith white magno“ er miðhlutinn platínuhvítur/svartur en espresso-brúnn/svartur í útfærslunni með „olive magno“.