Mercedes-Benz EQS er rafdrifið flaggskip í fólksbílaflota Mercedes-Benz. EQS er tímamótabíll sem markar upphaf nýrra tíma í rafmögnuðum lúxus. EQS er fyrsta módelið sem byggir á nýjum arkitektúr fyrir rafknúna lúxusbíla sem kallast EVA.
EQS veitir ökumanni og farþegum einstaka upplifun með samvinnu tækni, hönnunar, virkni og tenginga. Með framsýni á þessum sviðum mun EQS koma til með að auðvelda daglegt líf ökumanns og farþega með stuðningi gervigreindar.
Yfir 700 km drægi
EQS verður í bæði bæði með framhjóla- og aldrifi. Tvær tegundir rafhlaða verða í boði, 108 kWh og 90 kWh, og talsverður fjöldi uppstillinga á drifrásum. Stærri rafhlaðan skilar yfir 700 km drægi skv WLTP og í ákveðinni útfærslu má ná allt að 770 km skv WLTP staðli. Minni rafhlaðan mun skila 640 km samkvæmt WLTP staðlinum. Öflugri gerðin verður 523 hestafla með hámarkstog alls 855 Nm. Minni rafhlaðan skilar 333 hestöflum og 568 Nm í hámarkstogi.
Framdrifsútfærsla á EQS með stærri rafhlöðunni er 6,3 sekúndur 0-100 km hraða og í aldrifs útfærslunni aðeins 4,3 sekúndur 0-100 km hraða.
300 km hraðhleðsla á 15 mínútum
Mercedes-Benz EQS er með 22kWh, þriggja fasa hleðslugetu sem hleður bílinn frá 10-80% á innan við 4klst. Hraðhleðslugeta bílsins verður 200kW sem þýðir að hægt verður að ná 300 km drægi á aðeins 15 mínútum með stærri rafhlöðunni.