3. júní 2021

Mercedes-Benz bikarinn

Holukeppni GR 2021 - Skráning hafin

Mercedes-Benz bikarinn

Mercedes-Benz bikarinn – holukeppni GR verður á dagskrá hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í sumar eins og undanfarin ár. Styrktaraðili keppninnar er Bílaumboðið Askja sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi.

Félagsmenn skrá sig til leiks með því að fara í mótaskrána á golf.is eða innskrá sig beint í Golfbox. Keppni hefst í byrjun júní og byrjar ný umferð að jafnaði tveimur vikum síðar. Dregið verður um það í kerfinu hverjir mætast í fyrstu umferð. Sigurvegari úr hverjum leik kemst í næstu umferð. Mótinu lýkur með úrslitaleik um mánaðamótin ágúst og september. Skráning í keppnina stendur frá föstudeginum 28.maí. Þátttökugjald er kr. 1.100 krónur og greiðist við skráningu.

Hægt er að smella hér til að skrá sig til leiks

Mótinu lýkur með úrslitaleik um mánaðamótin ágúst og september.
Mercedes-Benz golfpokar

Skemmtileg keppni sem er opin fyrir alla félagsmenn GR

Þetta er skemmtileg keppni sem er opin fyrir alla félagsmenn GR, konur og karla, 19 ára og eldri og hvetjum við kylfinga á öllum getustigum til að taka þátt. Leikið er með fullri forgjöf upp að 28 sem er hæsta leikforgjöf sem veitt er í þessu móti.

Keppendur velja sér teiga við hæfi og fá forgjöf samkvæmt þeim teigum sem leikið er af.

Mótstjóri holukeppni er Atli Þór Þorvaldsson og er hægt að hafa samband við Atla í gegnum netfangið atli@grgolf.is eða í síma 894-2811.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Bílaumboðið Öskju