Mercedes-Benz bikarinn – holukeppni GR verður á dagskrá hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í sumar eins og undanfarin ár. Styrktaraðili keppninnar er Bílaumboðið Askja sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi.
Félagsmenn skrá sig til leiks með því að fara í mótaskrána á golf.is eða innskrá sig beint í Golfbox. Keppni hefst í byrjun júní og byrjar ný umferð að jafnaði tveimur vikum síðar. Dregið verður um það í kerfinu hverjir mætast í fyrstu umferð. Sigurvegari úr hverjum leik kemst í næstu umferð. Mótinu lýkur með úrslitaleik um mánaðamótin ágúst og september. Skráning í keppnina stendur frá föstudeginum 28.maí. Þátttökugjald er kr. 1.100 krónur og greiðist við skráningu.