18. jan. 2024

Kia vinnur Good Design-verðlaun fyrir EV9 og fyrir upplýsinga- og afþreyingakerfi

Verðlaunin eru enn ein viðurkenningin fyrir byltingarkennda hönnunarstefnu Kia, Opposites United

Leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á spennandi vörur, nýjungar í innanrými og hagnýta þjónustu.

Kia vann til tveggja virtra verðlauna á Good Design-verðlaunahátíðinni fyrir árið 2023, sem er viðurkenning á áherslu fyrirtækisins á tilfinningaríka og hrífandi hönnun á grunni byltingarkenndrar hönnunarstefnu þess, Opposites United.

  • Kia EV9 vann Good Design-verðlaunin fyrir árið 2023 í samgönguflokknum.
  • Upplýsinga- og afþreyingarkerfið „Ki“ í EV9 vann Good Design-verðlaun fyrir árið 2023 í flokki gagnvirkrar margmiðlunar.

Good Design-verðlaunahátíðin er nú haldin í 73. sinn, sem gerir hana að einni elstu hönnunarverðlaunahátíð heims. Á hverju ári er fyrir hátíðina valinn listi yfir bestu vöruhönnunina og grafísku hönnunina sem hefur farið ótroðnar slóðir í tengslum við nýsköpun og farið fram úr væntingum fyrir sambærilegar vörur á markaðnum.

Hönnunarstefna Kia, Opposites United, var fyrst kynnt til sögunnar 2021 og byggir hún á þeim andstæðum sem upplifa má í náttúrunni og hinu mannlega. Stefnan snýst um meira en aðeins hönnun þeirra bíla sem fyrirtækið framleiðir. Henni er einnig ætlað að undirstrika markmið fyrirtækisins um að leiða saman á ný tvö svið sem þróast hafa í ósamrýmanlegar áttir, velferð mannkyns og umhverfislega sjálfbærni. Byltingarkennd hönnunarstefnan var fyrst raungerð í hinum verðlaunaða EV6 og hún verður útfærð í öllum 15 rafbílum væntanlegrar línu fyrirtækisins sem komnir verða á markað 2027.

Þegar horft er til hönnunar EV9 einkennist hún af einföldum og skýrum línum og flötum sem geisla af öryggi, tærleika og kyrrð, auk þess sem einkennandi „stafræn tígursandlitslögun“ framhlutans skapar framtíðarlegt yfirbragð.

Hönnuðir Kia lögðu sig í líma við að skapa sjö sæta EV9 einstakt útlit, þar sem lipurð rafbílsins tónar við kraft SUV-bílsins og nýting rýmis er aukin með rennilegri lögun. Hönnuðirnir gáfu hönnun ytra byrðisins einnig sterkbyggt en um leið fágað yfirbragð með því að nýta þríhyrnd og marghyrnd form.

„Í EV9 var markmið okkar að skapa ferska hönnun sem er á sama tíma framúrstefnuleg og ber með sér þann tærleika, notagildi og öryggi sem er að finna í innanrýminu,“ sagði Karim Habib, aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður Kia Global Design. „Þetta er í takti við heildarhönnunarstefnu Kia, sem leitast eftir að gera notendum kleift að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða í gegnum spennandi vörur, nýjungar í innanrými og hagnýta þjónustu sem hvetja viðskiptavini áfram og veita þeim frelsi til að gera það sem þeim finnst skemmtilegast.“

„Ki“, upplýsinga- og afþreyingarkerfi Kia í EV9, undirstrikar auðkenni vörumerkisins með áherslu á sjónrænar útfærslur „Opposites United“. Skásett lína táknar stíganda sem einkennir alla þætti upplýsinga- og afþreyingarkerfisins, allt frá táknum til leturs og mælaskjás.

Skásett brúnin gefur afgerandi yfirbragð um leið og hún tryggir skýra afmörkun. Notendaupplifun tengd hleðslu rafbílsins og flutningi rafmagns úr bíl inn á veitukerfi er hönnuð með það að marki að vera einföld og auðlesanleg á notendaviðmóti fyrir víðskjá, sem auðveldar notendum að greina breytingar á merkjum og túlka upplýsingar um hleðslu og afhleðslu. Ný grafísk útfærsla kallast ekki aðeins á við framtíðarmarkmið Kia heldur kallar hún einnig fram hönnun bílsins með þægilegum og kunnuglegum litum til að fullkomna einstaka og nútímalega upplifun af Kia.

„Með þessari lágstemmdu og fallegu hönnun höfum við skapað kunnuglegt og þægilegt viðmót fyrir viðskiptavini okkar til að gera heildaupplifun þeirra enn betri,“ sagði Haeyoung Kwon, aðstoðarforstjóri og yfirmaður þróunarmiðstöðvar upplýsinga- og afþreyingarkerfa. „Við erum stolt af því að bjóða upp á þennan verðlaunaða búnað sem svo sannarlega hefur í fyrirrúmi þarfir og ánægju okkar heiðruðu viðskiptavina.“