23. jan. 2024

Kia vinnur fjórfalt á verðlaunahátíð What Car?

Kia sérstaklega heiðrað fyrir mikið úrval af bílum með mikla dráttargetu

Kia-EV9-séð-frá-hlið

Á hverju ári útnefna What Car?-verðlaunin „Bíll ársins“ í nokkrum flokkum bíla.

Til að uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir verðlaunin þarf bíllinn að hafa verið prófaður með keppinautum sínum, á vegi og í sérstakri prófunaraðstöðu, af teymi reynsluakstursökumanna á vegum What Car?

Kia vann til fjögurra verðlauna á verðlaunahátíð What Car? „Bíll ársins“ 2024, þar á meðal verðlaun í stórum flokkum fyrir Kia Sportage og Kia EV6. Verðlaunin sem Kia hlaut voru:

  • „Besti SUV-fjölskyldubíllinn“ fyrir Kia Sportage annað árið í röð
  • „Besti rafknúni SUV-fjölskyldubíllinn“ fyrir Kia EV6
  • „Besti rafknúni 7 sæta bíllinn“ fyrir Kia EV9
  • Kia hlaut einnig „Dráttarbílaverðlaunin“ fyrir mikið úrval bíla með mikla dráttargetu

David Hilbert, markaðsstjóri hjá Kia Europe, sagði: „Við getum svo sannarlega verið stolt af því að vinna til fjögurra virtra verðlauna hjá What Car? Þó að Kia Sportage SUV-bíllinn leiði sinn flokk með framúrstefnulegri hönnun, skilvirkum aflrásum og tilkomumikilli hagkvæmni kom það okkur skemmtilega á óvart að lesendur kusu EV6 aftur og hinn nýja EV9. Það lítur allt út fyrir að þetta ár muni einnig vera spennandi þar sem við stefnum að því að verða leiðandi aðili á sviði sjálfbærra samgöngulausna.“

Kia-Sportage-að-framan
Mest seldi bíll Kia fær "Besti SUV-fjölskyldubíllinn" annað árið í röð

Kia Sportage: „Besti SUV-fjölskyldubíllinn“.

Annað árið í röð hlaut Kia Sportage verðlaunin „Besti SUV-fjölskyldubíllinn“ (sportjeppi fyrir fjölskyldur). Dómararnir gáfu honum bestu einkunn í einum af vinsælasta flokknum þar sem samkeppnin er mjög hörð.

Dómnefndin, sem samanstendur af teymi sérfræðinga í reynsluakstri hjá tímaritinu, sagði: „Kia Sportage býður upp á þægilegri akstur en helstu keppinautar og vekur öryggi á hlykkjóttum vegum, þökk sé sterku gripi og nákvæmri stýringu. Hann er einnig búinn flottu og notendavænu innanrými þar sem akstursstaða er í viðeigandi hæð. Það gildir einu hvar þú situr í bílnum, öll sætin bjóða upp á gott höfuð- og fótarými og bíllinn er mjög rúmgóður.“

Fimmta kynslóð Kia Sportage kom á markað snemma árs 2022 og vann verðlaunin „Besti SUV-fjölskyldubíllinn“ hjá What Car? árið 2023. Á síðasta ári var nýi Kia Sportage mest selda línan í Evrópu með 165.354 selda bíla.

Kia-EV6-á-ferð
Kia EV6 skákar enn nýliðum í flokki þar sem samkeppnin er hörð

Kia EV6: „Besti rafknúni SUV-fjölskyldubíllinn“.

Þegar tvö ár eru liðin frá því að Kia EV6 vann verðlaunin „Bíll ársins“ hjá What Car? eru enn margir sem telja hann hafa sett viðmið fyrir rafbíla í sínum flokki. Bíllinn vann verðlaunin „Besti rafknúni SUV-fjölskyldubíllinn“ (rafknúinn sportjeppi fyrir fjölskyldur) árið 2024, og skákaði þar nokkrum nýliðum í flokki þar sem samkeppnin verður sífellt harðari.

Dómararnir sögðu: „Tveimur árum eftir að What Car? útnefndi hann bíl ársins heldur Kia EV6 áfram að bjóða upp á frábæra drægni á rafmagni, hraðhleðslu, góða aksturseiginleika og ríkulegan búnað á samkeppnishæfu verði sem skákar öllum samkeppnisaðilum. Þrátt fyrir rennilegt útlit er hann hagstæður kostur þar sem hann býður upp á mikið pláss bæði í fram- og afturhlutanum og gott geymslupláss í skottinu.“

EV6 býður upp á allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP-prófun í blönduðum akstri. Ökumenn geta valið á milli afturhjóladrifinna eða aldrifinna gerða, sem og afkastamikillar EV6 GT-gerðar, sem getur farið úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 3,5 sekúndum. EV6 setur mark sitt á sívaxandi rafbílageira Evrópu með meira en 36.000 bíla selda árið 2023.

Kia-EV9-séð-frá-hlið

Kia EV9: „Besti rafknúni 7-sæta bíllinn“.

Kia EV9 hlaut einnig verðlaunin „Besti rafknúni 7 sæta bíllinn“. Þessi verðlaun voru veitt í undirflokki verðlaunanna „Besti 7 sæta bíllinn“ og dómararnir hrósuðu EV9 fyrir akstursgetu sína og verðgildi í samanburði við keppinauta: „Flestir sjö sæta SUV-rafbílar eru annaðhvort fáránlega dýrir eða ekki eins hagkvæmir og búast mætti við, en Kia EV9 er öðruvísi og býður upp á þægileg sæti fyrir sjö fullorðna í pakka sem – þrátt fyrir að kosta skildinginn – er á góðu verði í samanburði við keppinauta. Með rausnarlegri uppgefinni drægni getur EV9 tekist á við langar bílferðir án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af því hvar þú getur hlaðið hann næst.“

Nú er hægt að panta EV9 í Evrópu með fjölbreyttu úrvali búnaðar, djarfri og nútímalegri hönnun og nýjustu tækni fyrir rafbíla. Afturhjóladrifinn EV9 getur ekið allt að 563 km á einni hleðslu (WLTP-prófun í blönduðum akstri) en aldrifnu gerðirnar „GT-Line“ og „GT-Line S“ geta ekið allt að 505 km á einni hleðslu. 800 volta hleðslugeta bílsins gerir EV9 kleift að nota háspennujafnstraum til að endurhlaða rafhlöðuna úr 10 í 80 prósent á aðeins 24 mínútum.

„Dráttarbílaverðlaunin“ fyrir mikið úrval bíla með mikla dráttargetu.

Fjórðu verðlaun Kia eru „Dráttarbílaverðlaunin“, sem almennt eru aðeins veitt einum bíl, en í ár heiðra þau mikið úrval Kia af bílum með mikla dráttargetu.

Dómararnir sögðu: „What Car? og sérfræðingar The Camping and Caravanning Club taka höndum saman á hverju ári til að finna bílana með mestu dráttargetuna. En í stað þess að velja staka gerð fannst dómurunum að í ár ætti Kia sem vörumerki verðlaunin mest skilið fyrir sívaxandi úrval sitt af bílum með frábæra dráttargetu, hvort sem leitað er eftir dísilknúnum, hybrid eða jafnvel alrafknúnum bíl.“

Nokkrir af bílum Kia bjóða upp á mikla dráttargetu, þar á meðal hinn vinsæli Sportage, Sorento, EV6 og nú EV9. Sá síðastnefndi býður upp á allt að 2.500 kg dráttargetu með hemlum í aldrifinni gerð með tvöföldum mótor.

Skoða úrval Kia hjá Öskju