Kia kynnti á dögunum hugbúnaðarbílatækni sína með sérsniðnum eiginleikum og þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum í EV9 SUV-bílnum, sem gera viðskiptavinum kleift að kaupa og setja upp nýja hugbúnaðareiginleika eftir þörfum.
Kynning Kia á Kia EV9 markar stór tímamót fyrir hugbúnaðarbíla. Ólíkt fyrri gerðum býður EV9 ekki aðeins upp á þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur á grunneiginleikum bílsins heldur einnig á eiginleikum til að auka þægindi. Möguleikar EV9 sem hugbúnaðarbíls eru ótakmarkaðir.
Netversluninni Kia Connect Store var nýlega hleypt af stokkunum en hún gerir viðskiptavinum kleift að uppfæra bílinn hvar og hvenær sem er, með eiginleikum á borð við fjarstýrða snjallbílastæðaaðstoð 2 og ljósamynstur.
Kia Connect Store mun smám saman auka úrval sitt af stafrænum vörum sem samræmast óskum viðskiptavina um afþreyingu, leikjaspilun og hljómgæði.
Viðskiptavinir fá því áður óþekkt frelsi og sveigjanleika til að velja og kaupa eiginleikana sem þeir vilja, hvar og hvenær sem er. Á vefsíðu Kia Connect Store er þægilegt viðmót þar sem viðskiptavinir geta skoðað og valið eiginleika án þess að vera bundnir af takmörkunum upphaflegu vörunnar sem þeir keyptu.