3. maí 2023

Kia vann tvöfalt á iF hönnunarverðlaununum 2023

Verðlaunin fékk Kia í flokkunum vörumerkjaþróun (e. Corporate identity) og sýningarrými (e. Shop/Showroom interiors)

Kia-andstæður-sameinast

Vörumerki Kia, í anda "Movement that inspires", er í samræmi við framtíðarmiðaða þjónustu og vörur framleiðandans frá endurmörkun vörumerkisins 2021.

Sýningarrými Kia fylgja hönnunarstefnunni "Opposites united" sem sækir innblástur í eiginleika og efni sem vanalega fara ekki saman. Þetta leiðir til skapandi rýmis sem hefur sterkar andstæður í sýningarrými annars vegar og móttöku viðskiptavina hins vegar.

Hönnunarstefnan "Opposites united" heldur áfram að sanka að sér verðlaunum þar sem iF hönnunarverðlaunin koma beint í kjölfar Red Dot verðlaunanna sem veitt voru á dögunum. Þar fékk Kia Niro sérstaka viðurkenningu í flokknum vöruhönnun.

Sýningarrými Kia á Íslandi verður uppfært í takt við hönnunarstefnu framleiðandans á næstu misserum.

Kia-movement-that-inspires
Vörumerki Kia í anda "Movement that inspires"