RÍSÍ sinnir mikilvægu hlutverki í að hlúa að ungum iðkendum.
Kia og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning á sviði rafíþrótta á Íslandi. Kia mun styðja Rafíþróttasamband Íslands með áherslu á mótamál og þá sérstaklega ungmennamót en aðilarnir héldu nýverið í samstarfi við Arena Gaming í Kópavogi, Kia - Íslandsmeistaramót Grunnskólanema í Rafíþróttum en þar tóku þátt 130 börn af öllu landinu.
Rafíþróttasamband Íslands er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga á Íslandi, Sambandið hefur frá 2018 verið stærsti mótshaldari Íslands á sviði rafíþrótta.