11. ágúst 2023

Kia setur met í fjölda verðlauna á einu ári

Samanlagt hlaut Kia fleiri verðlaun í APEAL-rannsókn og IQS-rannsókn (Initial Quality Study) J.D. Power í Bandaríkjunum árið 2023 en nokkurt annað vörumerki hefur hlotið á einu ári

Kia EV6 á ferð

EV6 2023, Telluride, Forte, Carnival, Stinger, K5 og Rio fengu verðlaun sem bestu bílar í flokki sambærilegra bíla.

Kia America setti met í mesta fjölda verðlauna sem vörumerki hefur hlotið á einu ári í APEAL-rannsókn (Automotive Performance, Execution and Layout) J.D. Power árið 2023 þar sem sjö Kia-gerðir voru í efsta sæti í sínum flokki. Aldrei hefur einn framleiðandi fengið fleiri verðlaun í 28 ára sögu APEAL-rannsóknarinnar. Í síðasta mánuði hlaut Kia einnig flest verðlaun í IQS-rannsókn (Initial Quality Study) J.D. Power árið 2023.

Annað árið í röð voru þrjár gerðir Kia í efsta sæti í sínum flokki, þar á meðal Kia EV6-rafbíllinn (eftirsóknarverðasti fyrirferðalitli SUV-bíllinn); Carnival (eftirsóknarverðasti fjölnotabíllinn) og K5 (eftirsóknarverðasti bíllinn í flokki meðalstórra bíla). Að auki voru fjórar aðrar gerðir Kia í efsta sæti í sínum flokki, þar á meðal Telluride (eftirsóknarverðasti stóri SUV-bílinn); Forte (eftirsóknarverðasti fyrirferðalitli bíllinn); Rio (eftirsóknarverðasti smábíllinn) og Stinger (eftirsóknarverðasti lúxusbíllinn í millistærð). Allar sjö gerðirnar voru efstar í sínum flokki þegar kom að upplifun og ánægju ökumanna í APEAL-rannsókn J.D. Power árið 2023.

Sem mest verðlaunaða vörumerkið hjá J.D. Power, í bæði APEAL- og IQS-rannsóknunum, árið 2023 hefur Kia sýnt að við erum ekki aðeins leiðandi í hefðbundnum bílum heldur einnig þegar kemur að rafvæðingu,“ segir Steven Center, rekstrarstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kia America. „Heimsklassa bílar okkar skila gæðum, áreiðanleika og tækni sem neytendur sækjast eftir og APEAL-rannsókn J.D. Power í Bandaríkjunum árið 2023 sýnir áherslu okkar á að bjóða upp á rétta blöndu af búnaði og eiginleikum í mörgum gerðum.“

APEAL-rannsóknin í Bandaríkjunum árið 2023 byggir á svörum frá 84.555 eigendum bíla af árgerð 2023 sem haft var samband við eftir að viðkomandi einstaklingar höfðu átt bílinn sinn í 90 daga. Rannsóknin var framkvæmd frá febrúar til maí 2023 og byggði á bílum sem voru skráðir milli nóvember 2022 og febrúar 2023.

Skoða úrval Kia hjá Öskju