5. feb. 2024

Kia opnar áskriftarþjónustu fyrir þráðlausar uppfærslur

Ný vídd við eignarhald og akstursupplifun Kia bíla

Kia-þráðlausar-uppfærslur-OTA

Með Kia Connect geta viðskiptavinir sótt sér ótal stafræna eiginleika og þjónustulausnir úr versluninni og þannig aukið við möguleika og afkastagetu bílsins.

  • Kia eykur framboð á þráðlausum uppfærslum í gegnum nýja áskriftarþjónustu í Kia Connect-versluninni
  • Í Kia Connect-versluninni geta viðskiptavinir um alla Evrópu fundið einstakar uppfærslur, eiginleika og þjónustulausnir
  • Kia bílar með fjarvirknikerfi og frá og með árgerð 2022 fá sjálfkrafa uppfærslur á nýjustu eiginleikum hugbúnaðar og korta

Kia gerir viðskiptavinum sínum kleift að nýta fulla getu Kia-bíla með Kia Connect-versluninni, en hún var fyrst kynnt til sögunnar með Kia EV9-bílnum hinn 30. október sl.

Með áherslu á sveigjanleika, sérsnið og framtíðareiginleika nær Kia Connect-verslunin að bæta nýrri vídd við eignarhald bílsins og akstursupplifunina. Viðskiptavinir geta valið þá eiginleika, viðbætur og þjónustulausnir sem þeir vilja, en sem stendur er boðið upp á fjarstýrða snjallbílastæðaaðstoð 2.0, hröðunaraukningu*, tónlistarstreymi og þráðlausar uppfærslur. Í framtíðinni verður boðið upp á fleiri eiginleika, s.s. afþreyingu, sérsniðseiginleika, ökumannsaðstoð, leiðsögn og bætt afköst. Kia Connect-verslunin er ætluð yfir 1 milljón viðskiptavina sem hafa gerst áskrifendur að Kia Connect-þjónustulausnum undanfarin fjögur ár.

„Kia Connect-verslunin setur viðskiptavini okkar við stjórnvöllinn og veitir þeim frelsi til að sérsníða sinn bíl og velja sínar uppfærslur,“ sagði Sjoerd Knipping, varaforseti markaðs- og framleiðsludeildar hjá Kia Europe og framkvæmdastjóri Kia Connect. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða upp á þessar uppfærslur sem betrumbæta bílana, gera fólki kleift að bæta við þá nýjum eiginleikum og tryggja að bílarnir séu með nýjasta hugbúnaðinn allt eignarhaldstímabilið, allt með nokkrum einföldum smellum.“

Ný áskriftarþjónusta fyrir þráðlausar uppfærslur.

Kia er einnig að setja í loftið áskriftarþjónustu sem gerir viðskiptavinum kleift að njóta áfram þeirra þæginda sem þráðlausar uppfærslur fela í sér. Með þráðlausum uppfærslum er viðskiptavinum auðveldara en nokkru sinni fyrr að uppfæra Kia-upplifunina og tryggja að bílarnir séu búnir nýjustu tækni, hugbúnaði og eiginleikum.

Þessi nýja þjónusta verður fáanleg í gegnum Kia Connect-verslunina og er byggð á upprunalegu eins árs prufuáskriftinni sem innihélt tvær gjaldfrjálsar þráðlausar uppfærslur á leiðsagnarkortum og upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins. Áskriftarþjónustan er fáanleg frá 89 evrum** á ári og uppfærslupakkarnir verða afhentir tvisvar á ári.

Frekari uppfærslur á endingartíma bílsins munu innihalda viðbótarhugbúnaðaruppfærslur og þjónustulausnir, þ.m.t. öryggiseiginleika og þægindi, leiðsagnarkort og upplýsinga- og afþreyingarkerfi – allt til að tryggja snurðulausa virkni bílsins. Sérstakar uppfærslur geta einnig leyst úr vandræðum með hugbúnað og sinnt innköllunum á fljótlegan og einfaldan hátt.

„Tilkoma Kia Connect-verslunarinnar og áskriftarþjónustunnar stóreykur sveigjanleikann og möguleikana á sérsniði við eignarhald bílsins,“ sagði Olivier Pascal, framkvæmdastjóri Connected Cars hjá Kia Connect. „Hér áður fyrr fór bíllinn út úr verksmiðjunni og leiðir til að betrumbæta hann voru takmarkaðar, en nú framleiðum við háþróaða tæknibíla sem er ekki aðeins hægt að gera betri smám saman heldur geta þeir haldið virði sínu og ferskleika með uppfærslum sem eiga sér stað á meðan bílarnir eru við akstur.“

Þráðlausar uppfærslur í bílum af árgerðinni 2022.

Kia-bílar með fjarvirknikerfi frá og með árgerð 2022 geta tekið á móti þráðlausum uppfærslum. Þráðlaus tækni er notuð til að sækja nýjasta hugbúnaðinn. Um leið og niðurhalinu er lokið og drepið er á bílnum birtist staðfestingargluggi á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Ökumenn geta lokið við uppfærsluna eða frestað henni þar til bíllinn er gangsettur næst. Auk þess geta viðskiptavinir valið að framkvæma uppfærsluna handvirkt í gegnum Kia Navigation-uppfærslugáttina eða með því að heimsækja söluaðila Kia.

Fyrri uppfærslur hafa innihaldið eiginleika á borð við Kia EV-leiðarvalskerfið, sem auðveldar þér að finna hleðslustöðvar á vegum úti. Væntanleg uppfærsla mun innihalda betrumbætt leiðsögukerfi, nýja tónlist í flokknum „Sounds of Nature“, nýjar og endurbættar upplýsingar um rafbílinn á skipta skjánum og ótal fleiri eiginleika.

Kia Connect appið í notkun og EV6 í bakgrunni

Um Kia Connect.

Kia Connect er evrópskt dótturfyrirtæki Kia Europe og sér um að þjónusta viðskiptavini Kia með tengdri bílaþjónustu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Frankfurt og það sinnir yfir 30 markaðssvæðum.

Þjónustu Kia Connect-fjarvirknikerfisins og smáforritsins er ætlað að gera bæði akstur og hleðslu bílsins að snjallari og þægilegri upplifun. Meðal eiginleika eru nákvæmar spár um umferð og áætlaðan komutíma, upplýsingagjöf sem er best í flokki sambærilegra bíla, fjaraðgangur að upplýsingum um bílinn og nú bætast við þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur. Eiginleika Kia Connect má finna á upplýsingaskjá bílsins.

Eigendur rafbíla geta einnig notað Kia Connect-snjallsímaforritið til að stilla hita- og loftstýringu, til að sjá hleðslustöðu bílsins, gera snjallhleðsluáætlanir og athuga mögulega drægni á grundvelli núverandi hleðslustöðu. Notendur geta einnig skoðað og breytt stillingum bílsins beint úr snjallsímanum sínum, þar á meðal leiðsagnar-, útvarps- og Bluetooth-stillingum. Hægt er að sækja Kia Connect-snjallsímaforritið í gegnum Google Play og Apple App Store.

Nánar