Framleiðendur Huyndai Motor Group, Kia og Hyundai, tilkynntu í sameiningu í dag áframhaldandi samstarf við FIFA út árið 2030.
Samstarf Kia og FIFA spannar nú þegar yfir tvo áratugi en er nú með nýjum og sérstökum áherslum á vöxt knattspyrnu kvenna.
Á mynd má sjá Gianni Infantino, forseta FIFA, og Karl Kim, forseta Huyndai Motor Group, við hátíðlega athöfn á undirritun samningsins í dag. Athöfnin fór fram á höfuðsstöðvum FIFA í Zurich og markar áframhaldandi skuldbindingar beggja aðila að auka útbreiðslu fótbolta á álþjóðlegum vettvangi.
Sem formlegir samstarfsaðilar FIFA munu Kia og Hyundai halda áfram að spila mikilvægt hlutverk í að tryggja skilvirkar samgöngur á alþjóðlegum viðburðum og keppnum á vegum FIFA.
Víðfemt dreifikerfi ásamt fjölbreyttu úrvali bifreiða Kia tryggir að framleiðendurnir geti skaffað alhliða lausnir þegar kemur að flutningum og samgöngum hjá liðum, dómurum og starfsfólki.