26. maí 2023

Kia og FIFA endurnýja samstarfssamning til 2030

Samstarfið nær m.a. yfir Heimsmeistaramót kvenna 2023 og Heimsmeistaramót karla 2026 ásamt fleiri viðburðum og mótum.

Kia og FIFA endurnýja samstarfssamning

Framleiðendur Huyndai Motor Group, Kia og Hyundai, tilkynntu í sameiningu í dag áframhaldandi samstarf við FIFA út árið 2030.

Samstarf Kia og FIFA spannar nú þegar yfir tvo áratugi en er nú með nýjum og sérstökum áherslum á vöxt knattspyrnu kvenna.

Á mynd má sjá Gianni Infantino, forseta FIFA, og Karl Kim, forseta Huyndai Motor Group, við hátíðlega athöfn á undirritun samningsins í dag. Athöfnin fór fram á höfuðsstöðvum FIFA í Zurich og markar áframhaldandi skuldbindingar beggja aðila að auka útbreiðslu fótbolta á álþjóðlegum vettvangi.

Sem formlegir samstarfsaðilar FIFA munu Kia og Hyundai halda áfram að spila mikilvægt hlutverk í að tryggja skilvirkar samgöngur á alþjóðlegum viðburðum og keppnum á vegum FIFA.

Víðfemt dreifikerfi ásamt fjölbreyttu úrvali bifreiða Kia tryggir að framleiðendurnir geti skaffað alhliða lausnir þegar kemur að flutningum og samgöngum hjá liðum, dómurum og starfsfólki.