13. mars 2023

Kia Niro og Kia EV6 GT í lokaúrslitum heimsbíll ársins

Tveir bílar frá Kia eru komnir í þriggja bíla lokaúrslit í tveimur flokkum um heimsbíl ársins hjá World Car of the Year.

Kia-EV6-GT-heimsbíll-ársins

Kia Niro er kominn í úrslit í flokknum bíll ársins (e. World Car of the year) og Kia EV6 GT í flokknum frammistöðubílar (e. World Performance Car).

Sigurvegarar verða kynntir á Alþjóðlegu bifreiðasýningunni í New York, þann 5. apríl nk. en valið byggist á endurgjöf og úrskurði frá 100 alþjóðlegum og viðurkenndum blaðamönnum sem sérhæfa sig í bílaiðnaðinum.

Kia Niro hefur hlotið mikið lof fyrir nýstárlega eiginleika og notendavæna tækni. Verði hann valinn heimsbíll ársins er það í annað sinn á þremur árum sem Kia vinnur flokkinn, en Kia Telluride bar sigur úr býtum árið 2020.

Kia EV6 GT státar af tilkomumikilli hröðun, með skráð 567 hestöfl, í bland við góða drægni og rúmgóða innréttingu, sem allt er undirstrikað með fágaðri hönnun bílsins.
Kia EV6, sem EV6 GT byggir á, hefur nú þegar sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum, eins og t.d. bíll ársins í Evrópu 2022 (e. 2022 European car of the year), bíll ársins á Íslandi 2022 og Norður-Amerísku bílaverðlaun ársins 2023 (e. North American Utility Vehicle of the Year) svo eitthvað sé nefnt.

Nýr Niro