9. okt. 2023

Kia kynnir framtíðarsýn EV bíla og aukið úrval

Kia rafbíladagurinn (EV Day) verður haldinn hátíðlegur 12. október í Yeoju, Kóreu

Rafbíladagur Kia

Viðburðurinn markar upphaf árlegrar hefðar Kia.

Á hverju ári mun Kia sýna nýja rafbíla ásamt hugmyndum og tækni sem styðja við skuldbindingar Kia í að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum samgöngulausnum.

Rafbíladagur Kia mun veita yfirgripsmikla innsýn á allri rafbílalínu framleiðandans, þar á meðal Kia EV5, EV6 GT og EV9. Gestir geta búist við nákvæmum tæknilegum upplýsingum um EV5, sem kynntur var á bílasýningunni í Chengdu í ágúst, auk kynningar á tveimur nýjum hugmyndabílum.

Röð áhrifamikilla fyrirlesara munu stíga á svið og snerta á málefnum sem eru mikilvæg fyrir vegferð Kia í að bjóða upp á sjálfbærar samgöngulausnir. Fjallað verður um rafbílastefnu Kia, ásamt margverðlaunaðari hönnunarstefnu Kia „Opposites United“, uppfærslur á nýstárlegri viðskiptavinaupplifun (CX) og innsýn í nýjar vörur.

Skoða Kia EV9