21. júlí 2023

Kia heldur áfram að toppa eigin árangur fyrri hluta árs 2023

34% af seldum bílum Kia í Evrópu voru rafbílar.

Kia Sportage

Kia heldur áfram að toppa eigin árangur árið 2023, með 304.757 selda bíla á fyrri hluta árs í Evrópu samkvæmt heimildum frá samtökum evrópskra bílaframleiðanda.

Þetta gerir 3,8% aukningu frá sama tímabili í fyrra. Í júni 2023 voru einnig 54.611 eintök seld, sem er 5,4% aukning frá 2022. Aukningin ýtir undir stöðuga markaðshlutdeild Kia í Evrópu sem stendur í 4,6%.

Rafbílar Kia stóðu fyrir 34% (103.656 eintök) af seldum bílum í Evrópu á fyrri hluta árs.
,,Eftir met byrjun á árinu heldur Kia áfram að bæta eigin árangur það sem af er ári. Mikil eftirvænting er á að sala hefjist á EV9 seinni hluta árs. Við trúum því að bíllinn muni sýna hversu langt tækni okkar hjá Kia er komin og að honum verði vel tekið á evrópskum markaði”. Sagði Wong-Jeong Jeong, Forseti Kia í Evrópu.

Söluhæsti bíll Kia innan markaða Evrópusambandsins (EU), Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og Bretlandi (UK) er nýr Sportage, sem stendur fyrir 82.826 seldum eintökum. Á eftir Sportage kom Ceed fjölskyldan með 68.758 eintök og Picanto þar á eftir með 39.133 eintök.