6. júní 2023

Kia eykur söluna um 14,4%

Kia Motors heldur áfram að styrkja stöðu sína á mörkuðum með aukinni sölu

Kia-EV6-model-hliðarsvipur

Kia jók söluna um 14,4% á heimsvísu í maí mánuði.

Kia seldi alls 268.593 bifreiðar á heimsvísu í síðasta mánuði. Alls seldust 217.772 bifreiðar utan heimalandsins Kóreu sem er 15,2% aukning en á heimamarkaði seldust 50.275 bifreiðar sem er aukning um 10,3%.

Sportjeppar Kia voru mest seldu bílar framleiðandans í sterkum sölumánuði. Sportage seldist mest og Sorento kom rétt á eftir.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Kia því hinn nýi EV9 kemur á markað síðar á árinu en sportjeppans er beðið með mikilli eftirvæntingu.

Kia mun áfram leggja mikla áherslu á rafbíla og sjálfbærnilausnir.

Nánar um Kia EV9