EV9 hlýtur viðurkenningu frá dómnefnd 50 sérfræðinga fyrir nýsköpun í bílaframleiðslu, hönnun, öryggisbúnað, afkastagetu, tækni, ánægju í akstri, notendaupplifun og gott verð.
Þriggja sætaraða rafbíllinn Kia EV9 hlaut í dag nafnbótina North American Utility Vehicle of the Year™ hjá dómnefnd NACTOY (North American Car of the Year). Þetta er í þriðja sinn á fimm árum sem dómnefnd NACTOY velur bíl frá Kia sem sigurvegara í þessum flokki og í annað sinn sem rafbíll (EV) frá Kia hlýtur titilinn.
„Kia EV9 slær nýjan tón í flokki þriggja sætaraða SUV-bíla,“ sagði Seungkyu (Sean) Yoon, forstjóri Kia North America og Kia America. „Annað árið í röð hafa þeir þrír bílar sem komust í úrslit verið rafbílar eða verið hluti af stærri línu sem inniheldur rafbíla. Þetta sýnir hvert þessi flokkur bíla stefnir. Þessi titill sannar að EV9 er ekki aðeins frábær jeppi heldur einnig fyrsta flokks rafbíll.“
EV9 var valinn af hópi 50 bílasérfræðinga frá prent-, net-, útvarps- og sjónvarpsmiðlum. Í matsferlinu prófuðu meðlimir dómnefndar NACTOY bíla, allt frá sportbílum yfir í pallbíla, og mátu þá meðal annars með tilliti til nýsköpunar, hönnunar, öryggisbúnaðar, afkastagetu, tækni, ánægju í akstri, notendaupplifunar og verðs.
Kia EV6 hlaut þessa virtu viðurkenningu á síðasta ári og nú siglir nýr Kia EV9 í kjölfarið sem fyrsti fjöldaframleiddi þriggja sætaraða rafjeppinn í Bandaríkjunum. Hér er á ferð sannur jeppi (SUV) með góða veghæð, mikið far- og farangursrými og mikla dráttargetu í bland við framúrskarandi drægni. Seinna á þessu ári er áætlað að framleiðsla á Kia EV9 í Bandaríkjunum hefjist í verksmiðju Kia í West Point í Georgíu.
Kia EV9 er kominn í sölu á Íslandi og er verð frá 13.990.777 kr.