Kia EV9, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, var frumsýndur með gagnvirkum hætti á Goodwood Festival of Speed-hátíðinni í Sussex á Englandi.
Í kjölfar kynningar í Frankfurt í maí bauð Kia EV9 í fyrsta sinn upp á gagnvirka sýningu þar sem sýnt var fram á þá skuldbindingu sem Kia hefur tileinkað sér þegar kemur að framúrstefnulegri hönnun og sjálfbærum samgöngum.
Frá 13. til 16. júlí komu yfir 200.000 gestir til að upplifa þessa kraftmiklu, fjögurra daga sumarhátíð - auk þess sem milljónir fylgdust með alheimsútsendingunni.
EV9, nýtt flaggskip Kia, tók þátt í hinu virta brekkuklifri og atvinnuökumaðurinn Jade Paveley ók bílnum nokkrum sinnum upp brekkuna, sem er 1,86 kílómetrar að lengd.
Þess á milli var EV9 til sýnis á First Glance sýningarpallinum. Kia sýndi einnig EV9 á Electric Avenue-svæðinu, þar sem gestir gátu skoðað flaggskipið sjálfir. Sérfræðingar Kia voru til taks til að veita dýpri innsýn í nýju gerðina.