20. júlí 2023

Kia EV9 frumsýndur á Goodwood Festival of Speed hátíðinni

Hátíðin er stærsta bifreiðagarðveisla heims þar sem haldið er upp á allt það sem telst spennandi og framsækið í bílaiðnaðinum.

Kia EV9 á Goodwood Festival of Speed

Kia EV9, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, var frumsýndur með gagnvirkum hætti á Goodwood Festival of Speed-hátíðinni í Sussex á Englandi.

Í kjölfar kynningar í Frankfurt í maí bauð Kia EV9 í fyrsta sinn upp á gagnvirka sýningu þar sem sýnt var fram á þá skuldbindingu sem Kia hefur tileinkað sér þegar kemur að framúrstefnulegri hönnun og sjálfbærum samgöngum.

Frá 13. til 16. júlí komu yfir 200.000 gestir til að upplifa þessa kraftmiklu, fjögurra daga sumarhátíð - auk þess sem milljónir fylgdust með alheimsútsendingunni.

EV9, nýtt flaggskip Kia, tók þátt í hinu virta brekkuklifri og atvinnuökumaðurinn Jade Paveley ók bílnum nokkrum sinnum upp brekkuna, sem er 1,86 kílómetrar að lengd.

Þess á milli var EV9 til sýnis á First Glance sýningarpallinum. Kia sýndi einnig EV9 á Electric Avenue-svæðinu, þar sem gestir gátu skoðað flaggskipið sjálfir. Sérfræðingar Kia voru til taks til að veita dýpri innsýn í nýju gerðina.

Goodwood - heimsins stærsta bifreiðagarðveisla.

Goodwood Festival of Speed-hátíðin er stærsta bifreiðagarðveisla heims. Þetta er hátíð þar sem haldið er upp á allt það sem telst spennandi og framsækið í bílaiðnaðinum. Hvert sumar er hátíðin vettvangur fyrir sýningaraðila og blaðamenn, sem og bílaáhugafólk.

Áhugasömum var boðið að fylgjast með beinu streymi frá ýmsum viðburðum á Goodwood-hátíðinni.

Viðburðurinn er haldinn við glæsilega Goodwood House-setrið í Suður-Englandi og er vettvangur fyrir heimsfrumsýningar heimsþekktra vörumerkja. Viðburðurinn er þekktur fyrir spennandi sýningar á bifreiðum frá öllum skeiðum bifreiðaaksturs og akstursíþrótta þar sem margir af bestu ökumönnum heims eru við stýrið.

Goodwood-hátíðin var 30 ára í ár og því fullkominn vettvangur fyrir Evrópufrumsýninguna á flaggskipinu Kia EV9.

Kia EV9 - hannaður og smíðaður fyrir nútímalegan lífsstíl á tímum rafvæðingar.

Hinn glænýi Kia EV9 er 100% rafknúinn SUV-bíll. EV9 er fyrsti rafknúni þriggja sætaraða SUV-bíll fyrirtækisins. Rafbíll sem er í senn sterkbyggður, fágaður og tæknilega fullkominn. Bíllinn, sem er fáanlegur sex eða sjö sæta, sameinar djarfa hönnun, framúrskarandi sveigjanleika og margþætta tengimöguleika, sem og hönnunarstefnu Kia, „Opposites United“, og er því bifreið sem er tilbúin í hvað sem er.

EV9 býður upp á akstursdrægni upp á allt að 541 kílómetra (WLTP-prófun, blandaður akstur) og kemur með 800V ofurhraðri hleðslutækni, sem getur bætt við 239 kílómetrum á aðeins 15 mínútum á almennum hraðhleðslustöðvum.

Kia EV9 er ein af nokkrum nýjum gerðum sem eru hluti af áætlun Kia, „Plan S“, sem snýr að rafvæðingu til meðallangs og langs tíma litið. Samkvæmt áætluninni hyggst Kia setja 15 gerðir rafbíla á markað fyrir árið 2027.