13. des. 2023

Kia EV9 fær fimm stjörnur í árekstrarprófunum Euro NCAP

Hæsta öryggiseinkunn í nýjustu árekstrarprófunum

Kia-Ev9-frumsýning á Íslandi

Sérstyrktur E-GMP-undirvagn og snjallöryggiseiginleikar sameinast í farmúrskarandi öryggiseiginleikum.

Nýr EV9 frá Kia fékk hæstu öryggiseinkunn í kjölfar ítarlegra árekstrarprófana Euro NCAP, leiðandi óháðrar öryggisprófunarstofnunar í Evrópu. Rafknúni sjö sæta SUV-bíllinn hlaut hæstu einkunn, fimm stjörnur, fyrir framúrskarandi öryggiseiginleika sína.

Mat EV9 náði til fjögurra flokka og frammistaðan var í hæsta gæðaflokki í öllu ferlinu. Bíllinn fékk 84% einkunn fyrir vernd fullorðinna, 88% fyrir vernd barna, 76% fyrir vernd óvarinna vegfarenda, þar á meðal gangandi vegfarenda, og 83% fyrir vernd í flokknum „öryggisaðstoðarkerfi“ sem metur ökutæki út frá tiltækileika ítarlegra tæknieiginleika til að forðast árekstur.

Euro NCAP hældi farþegarými EV9 fyrir að viðhalda stöðugleika við árekstur að framan og fyrir að veita góða vörn fyrir hné og lærleggi allra farþega, óháð stærð og setstöðu viðkomandi. Prófanir leiddu í ljós að EV9 myndi valda meðalskaða við framanákeyrslu. Í hliðarárekstrarprófuninni fékk EV9 hæstu einkunn fyrir að veita öfluga vernd fyrir alla helstu líkamsparta ökumanns og farþega. SUV-bíllinn fékk einnig lof fyrir háþróað eCall-kerfi sem gerir neyðarþjónustu viðvart ef árekstur verður.

EV9 fékk enn hærri einkunn í öryggisprófunum fyrir börn. Bíllinn reyndist vernda alla helstu líkamsparta prófunargína sem voru staðgenglar sex og tíu ára farþega. Stofnunin tók sérstaklega eftir sveigjanleika loftpúðanna í EV9 sem og snjallskynjunarkerfi hans fyrir viðveru barna.

Við prófun á öryggisaðstoðarkerfi EV9 tók Euro NCAP sérstaklega eftir virkni sjálfvirks neyðarhemlunarkerfis bílsins sem brást snarplega við öðrum ökutækjum og forðaði árekstri í flestum prófunaraðstæðum.

Aðrir öryggisþættir sem Euro NCAP benti á voru LKA-akreinaskynjarar EV9 sem leiðrétta stefnu bílsins mjúklega ef hann leitar út fyrir akreinar og grípa einnig inn í þegar alvarlegri atvik eiga sér stað. Hraðaaðstoðarkerfið reyndist einnig virka vel til að greina staðbundinn hámarkshraða og býður ökumanni upp á að velja hvort kerfið stilli hraðatakmarkarann sjálfkrafa.

Sérstyrktur E-GMP undirvagninn og sterk yfirbygging bílsins spiluðu einnig stóran þátt í öryggiseinkunn EV9. Þessi niðurstaða, auk ýmissar virkrar akstursaðstoðartækni og öryggisbúnaðar, staðfestir fyrsta flokks þægindi og öryggi EV9 við akstur.

Nánar um Kia EV9