Hannaður til að uppfylla væntingar og lífsstíl evrópskra viðskiptavina
- Hönnun, sætapláss og tæknieiginleikar EV5 eru mótaðir í samræmi við lífsstíl, vegakerfi og fagurfræðilegar kröfur evrópskra viðskiptavina
- EV5 er tæknilega háþróaður og samþættir ccNC-leiðsögukerfi við sjálfvirkar OTA-uppfærslur, Google POI og gervigreindaraðstoð
- Með stafrænum lykli (Digital Key 2.0) og fullbúnum ADAS-pakka er EV5 reiðubúinn fyrir áskoranir nútímans sem og framtíðarinnar
Með EV5 kynnir Kia til leiks rafknúna nýsköpun í flokki jepplinga (C-SUV), stærsta og ört vaxandi bílaflokki Evrópu. EV5 er byggður á undirvagni Hyundai Motor Group, E-GMP, fyrir rafmagnsbíla, sem ásamt 400V tækni sameinar djarfan stíl jepplings við raunveruleg notagildi og nýjustu tækni. Með hráum en fáguðum hönnunarstíl, rúmgóðu og sveigjanlegu innra rými og háþróuðum rafmagnseiginleikum er EV5 hannaður til að uppfylla væntingar og lífsstíl evrópskra viðskiptavina.