29. júlí 2025

Kia EV5 er byggður fyrir næsta kafla í rafrænum samgöngum í Evrópu

Væntanlegur til landsins haustið 2025

Kia-EV5-ad-framan-og-hlid

Hannaður til að uppfylla væntingar og lífsstíl evrópskra viðskiptavina

  • Hönnun, sætapláss og tæknieiginleikar EV5 eru mótaðir í samræmi við lífsstíl, vegakerfi og fagurfræðilegar kröfur evrópskra viðskiptavina
  • EV5 er tæknilega háþróaður og samþættir ccNC-leiðsögukerfi við sjálfvirkar OTA-uppfærslur, Google POI og gervigreindaraðstoð
  • Með stafrænum lykli (Digital Key 2.0) og fullbúnum ADAS-pakka er EV5 reiðubúinn fyrir áskoranir nútímans sem og framtíðarinnar

Með EV5 kynnir Kia til leiks rafknúna nýsköpun í flokki jepplinga (C-SUV), stærsta og ört vaxandi bílaflokki Evrópu. EV5 er byggður á undirvagni Hyundai Motor Group, E-GMP, fyrir rafmagnsbíla, sem ásamt 400V tækni sameinar djarfan stíl jepplings við raunveruleg notagildi og nýjustu tækni. Með hráum en fáguðum hönnunarstíl, rúmgóðu og sveigjanlegu innra rými og háþróuðum rafmagnseiginleikum er EV5 hannaður til að uppfylla væntingar og lífsstíl evrópskra viðskiptavina.

Skrá mig á áhugalista EV5
Kia-EV5-ad-aftan
Allt að 530 km drægni og hraðhleðsla frá 10 upp í 80 prósent á 30 mínútum

Stefnumótandi fyrirmynd í rafvæðingarstefnu Kia

EV5 gegnir mikilvægu hlutverki í alþjóðlegri rafvæðingaráætlun Kia, Áætlun S (Plan S). EV5 mun styrkja forystu Kia enn frekar í sjálfbærum samgöngum í Evrópu.

„EV5 er hornsteinn stefnu Kia í Evrópu,“ segir Sjoerd Knipping, framkvæmdastjóri Kia Europe. „Við erum að koma inn á samkeppnishæfasta rafbílamarkað sem við höfum upplifað í Evrópu með rafbíl sem blandar saman hinni þekktu ‘Opposites United’-hönnun okkar, daglegu notagildi og nýsköpun sem byggir á rafmögnuðum samgöngum. Með þessu erum við að undirstrika skuldbindingu okkar við sjálfbærar samgöngur og sníða hana að því hvernig Evrópubúar lifa, vinna og keyra.“

Kia-EV5-GT-Line-ad-framan-og-hlid
EV5 - Gerður til að mæta fjölbreyttum og kröfuhörðum evrópskum aðstæðum

Praktískar og fagurfræðilegar kröfur Evrópu

Í samræmi við „Opposites United“ hönnunarheimspeki Kia endurspeglar fagurfræði EV5 hráa en á sama tíma fágaða hönnun sem er í takt við smekk evrópskra neytenda. EV5 státar af sterkum kassalaga útlínum, áberandi D-súlu (D-pillar) og sérstakri stjörnulýsingu Kia („Star Map“) að framan og aftan. Þrír felguvalkostir eru í boði: 18 og 19 tommu felgur fyrir grunnmódel EV5, 19 tommu felgur fyrir EV5 Base Line og síðar verða 20 tommu felgur í boði fyrir hinn sportlega EV5 GT-Line.

Farþegarýmið kemur einnig til móts við praktískar þarfir. Aftursætin má leggja alveg niður og þannig hámarka farangursrýmið, sem nær allt að tveimur metrum að lengd. Aðrir skipulagseiginleikar, á borð við skúffulaga geymslurými í miðjustokki, gera EV5 tilvalinn fyrir bæði borgarakstur og lengri ferðalög út í náttúruna. Tekist hefur að skapa innra rými sem minnir helst á setustofu. Sætin innihalda meðal annars nuddtækni, fjórfaldan mjóbaksstuðning, hita og loftræstingu. Innréttingin samanstendur af endurunnu PET-áklæði í sætum og teppum, lífrænni froðu (biofoam) í sætum, miðstokki og höfuðpúðum ásamt BTX-lausri málningu á hurðum, mælaborði og miðstokki.

Kia-EV5-ad-innan
Panoramic Wide Display sameinar 12,3 tommu mælaborð, 12,3 tommu upplýsinga- og afþreyingarskjá og 5,3 tommu skjá með loftæstingarstillingum

Afköst sem mæta fjölbreyttum aðstæðum

Evrópskir ökumenn þurfa afkastagetu sem aðlagast breyttum aðstæðum. Með langdrægum 81,4 kWh rafhlöðupakka býður EV5 upp á allt að 530 kílómetra drægni samkvæmt WLTP-staðli. Bæði GT-Line og Base Line útgáfurnar styðja hraðhleðslu, frá 10 upp í 80 prósent á aðeins 30 mínútum.

EV5 er hannaður á E-GMP undirvagninum og býður upp á öflugt i-Pedal 3.0 kerfi fyrir áreynslulausan akstur með einum pedala. Smart Regeneration System Plus eykur orkunýtingu og akstursþægindi með því að nota leiðsögugögn til að aðlaga hraða og hemlun að gatnamótum, breytingum á hraðatakmörkunum og fleiru. Næstu kynslóðar hitunar- og kælikerfi rafhlöðunnar gerir ekki aðeins upphitun í farþegarými skilvirkari, heldur viðheldur kerfið einnig drægni rafknúins aksturs (AER) í köldu veðri, sem tryggir áreiðanleg afköst rafhlöðunnar í mismunandi loftslagi álfunnar – allt frá norrænum vetrum til sumra við Miðjarðarhafið.

Með tveggja átta hleðslu, sem inniheldur meðal annars Vehicle-to-Load (V2L) tækni, býður EV5 upp á allt að 3,6 kW hleðslu fyrir önnur raftæki og gerir notendum kleift að hlaða utanaðkomandi tæki með rafhlöðu bílsins, með innstungu eða millistykki. EV5 er einnig útbúinn vélbúnaði sem gerir hleðslu frá bíl til hleðslunets (Vehicle-to-Grid – V2G) mögulega þegar innviðir og reglugerðir leyfa.

„Við hönnuðum EV5 með evrópska viðskiptavini okkar í huga,“ segir Pablo Martínez Masip, varaforseti vöru- og markaðsmála. „Frá fjölhæfri sætaskipan og afköstum rafhlöðunnar allt árið um kring til öflugs jeppastíls og háþróaðrar rafstýringar, endurspeglar hvert einasta smáatriði væntingar evrópskra ökumanna sem leggja ekki aðeins áherslu á virkni heldur einnig útlit.“

Kia-EV5-GT-Line-ad-framan
Einkennandi "Opposites United" hönnun Kia

Snjalltækni fyrir fyrsta flokks tengingu

EV5 er útbúinn nýjasta ccNC-leiðsögukerfi Kia sem inniheldur meðal annars Panoramic Wide Display sem sameinar 12,3 tommu mælaborð, 12,3 tommu upplýsinga- og afþreyingarskjá og 5,3 tommu skjá þar sem hægt er að stilla hitastig og loftræstingu í bílnum. Nýjar uppfærslur verða gefnar út með tímanum og hægt verður að hlaða þeim inn með OTA-kerfi Kia og innbyggðu uppfærslukerfi leiðsögukerfisins.

Tengimöguleikar og leiðarvísar hafa verið betrumbættir og státar EV5 af netleiðsögukerfi sem sækir rauntímaupplýsingar til að tryggja bestu mögulegu ökuleið hverju sinni.

Loftkælingarkerfið er þrískipt til að tryggja þægindi fyrir alla um borð. Viðmótið er einfalt og stílhreint og aðeins með nauðsynlegustu hnöppunum.

Þægindi og öryggi eru einnig aukin með eiginleikum eins og stafrænum lykli (Digital Key 2.0), fingrafaragreiningu og Harman Kardon Premium Audio-hljóðkerfi sem endurspegla kröfur evrópskra viðskiptavina um hágæða tækni.

Kia-EV5-glasahaldari-hledslutaeki
Praktískar þarfir og notagildi eru ráðandi í hönnun EV5

Öryggi sem uppfyllir evrópskar væntingar

Evrópskir vegir krefjast öryggis og lipurðar. EV5 inniheldur sjö loftpúða, styrktan burðarramma og nýjustu útgáfu af háþróuðu aðstoðarkerfi Kia fyrir ökumenn (ADAS). Þá verður EV5 meðal fyrstu bíla Kia til að bjóða upp á nýjustu útgáfu snjallaðstoðarkerfis fyrir hraðatakmarkanir (Intelligent Speed Limit Assist – ISLA). Eftir ábendingar viðskiptavina hafa hljóðtilkynningar kerfisins verið betrumbættar til að auka þægindi ökumanns.

Til viðbótar við snjallkerfið sem aðstoðar við hraðastýringu getur Smart Cruise Control 2 (SCC2) kerfið, í neyðartilvikum, stöðvað bílinn að fullu ef ökumaður bregst ekki við. Þá hefur Parking Collision-Avoidance Assist aðstoðin verið stækkuð til að ná yfir allar hliðar bílsins þegar lagt er – kerfið notar skynjara og myndavélar til að koma í veg fyrir árekstra að framan, aftan og til hliðanna.

Highway Driving Assist 2 með Hands-On Detection (HDA 2 með HOD) aðstoðar jafnframt við að halda öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki, halda sér á miðri akrein, skipta um akrein og aðlaga stöðu bílsins eftir aðstæðum.

Að lokum, til að auka þægindin enn frekar, geta ökumenn notað fjarstýrða snjallaðstoð (Remote Smart Parking Assist 2.0 – RSPA 2.0) til að leggja í eða fara úr stæði – jafnvel án þess að vera í bílnum sjálfir.

Kia-EV5-innanrymi
Rúmgott farþegarými

Öruggt skref inn í rafknúnar samgöngur

Kia EV5 er byggður fyrir næsta kafla í rafrænum samgöngum í Evrópu. Með djarfri hönnun, þægindum og afköstum sem evrópskir ökumenn gera kröfu um er EV5 hinn tilvaldi rafræni félagi á veginum.

Þetta er öruggt skref fram á við – bæði fyrir Kia og ört vaxandi hóp rafbílaeigenda í Evrópu.

Kia-EV5-GT-Line-a-hlid