Þrátt fyrir að hafa aðeins komið á markaðinn í þessum mánuði hefur Kia EV3 þegar tryggt sér þrjú stór verðlaun.
Sigurganga bílsins heldur áfram með hinum eftirsóttu „besti bíll undir 40.000 evrum“ á Gullna stýrinu 2024. Viðurkenning EV3 bætir við virðingaverðan árangur Kia á Gullna stýrinu en á undanförnum árum hafa Kia bílarnir EV9, Niro EV, Sorento og XCeed allir hlotið þessi virtu verðlaun.
EV3 er einn af skilvirkustu rafbílunum á markaðinum og hefur bíllinn fengið athygli og hrós fyrir stíl, rými, tækni og verðmæti.
Frá árinu 1976 hafa tímaritið AUTO BILD og dagblaðið BILD am Sonntag árlega heiðrað bestu bílana í Þýskalandi. Verðlaunin eru að hluta til ákveðin í gegnum kosningu lesenda og almennings ásamt sérfræðiáliti dómnefndar og eru álitin ein þau mikilvægustu í þýskum bílaiðnaði. EV3 er leiðandi í flokki jepplinga með 605 km drægni og þá státar bíllinn af nýstárlegri innanrýmishönnun sem hámarkar rými, þægindi og aðgengi. Það vakti hrifningu dómara og gagnrýnenda nægilega til þess að koma EV3 á toppinn í þessum samkeppnishæfa flokki.
„Það er heiður að taka á móti þessum verðlaunum þar sem að þau eru viðurkenning frá bæði almenningi og sérfræðingum í iðnaðnum,“ sagði Karim Habib, framkvæmdastjóri og yfirmaður Kia Global Design. „Með einstakri samsetningu hönnunar, notagildis og tækni, er EV3 útkoma þeirrar skuldbindingar og hollustu sem verkfræðingar, stefnufræðingar og hönnuðir hjá Kia sýna í sínu starfi við að gera sjálfbæran ferðamáta aðgengilegan öllum.“