7. jan. 2024

Honda mest selda mótorhjólamerki ársins á Íslandi

Sala tvöfaldaðist frá árinu áður

Flest seld bifhjól á landinu.

Sala nýrra Honda mótorhjóla tvöfaldaðist frá árinu áður sem verður að teljast frábær árangur en í lok árs 2023 situr Honda á toppnum með flest seld bifhjól á landinu, með 64 nýskráð hjól.

"Ég gæti ekki verið stoltari af þessum árangri en við höfum lagt mikla vinnu í það að byggja upp traustan grunn fyrir framtíð Honda mótorhjóla hjá Öskju, bæði hvað varðar sölu og þjónustu. Tryggir aðdáendur Honda hafa tekið endurkomu hjólanna fagnandi og við lítum björtum augum á nýja árið sem byrjar mjög vel. Við finnum fyrir miklum áhuga hjá viðskiptavinum okkar fyrir komandi vori og eru þegar nokkur hjól seld á fyrstu dögum ársins“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda á Íslandi.

Fyrstu Honda hjólin voru flutt inn af Honda umboðinu á Íslandi árið 1962. Hjólin frá Honda eru þekkt fyrir að vera vönduð, áreiðanleg og á hagstæðu verði en Honda býður nú allt að 5 ára ábyrgð á nýjum seldum hjólum.

Sterkt afreksfólk Honda.

Keppnislið Honda í Íslandsmótaröðinni í motocross náði frábærum árangri á árinu en eftir tímabilið lá einn íslandsmeistaratitill og röðuðu ökumenn sér í topp sætin í helstu flokkum.

Honda keppnisliðið er gríðarlega sterkt með marga af fremstu ökumönnum landsins í sínum flokkum, en þar má nefna Eyþór Reynisson, sem gekk til liðs við Honda í byrjun árs, ásamt Arnari Elí Benjamínssyni, Óliver Sveinbjörnssyni, Einari Sigurðssyni og Oliver Gústafssyni.

Birta Sól Sigurðardóttir stóð sig gríðarlega vel í kvennaflokknum, Aron Hilmarsson stóð sig vel í sínum flokki og Tristan Berg Arason átti gott tímabil þrátt fyrir handleggsbrot.

Skoða úrval mótorhjóla hjá Honda