11. jan. 2024

Honda CR-V er bíll ársins hjá TopSpeed

Bar sigur úr býtum í harðri samkeppni í flokki sportjeppa

CR-V betri en keppinautar sínir hvað varðar heildarhæfni.

Sérfræðingar TopSpeed veittu CR-V nafnbótina besti bíllinn í flokknum sportjeppar (e. compact SUV) en flokkurinn þykir einstaklega sterkur með bíla á borð við Toyota RAV4, Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-5 og Ford Bronco Sport sem allir eru verðugir keppinautar.

Það sem skyldi Honda CR-V að frá keppinautum sínum var viðráðanlegt verð, hagkvæmni, tækni, skilvirkni, þægilegur akstur og heildarverðmæti bílsins.

Til að ákvarða besta bílinn kusu sérfræðingar TopSpeed um þætti á borð við virði fyrir pening, afköst, væntanlegan áreiðanleika og öryggi. Meðaleinkunn (einkunn 1-10) á milli þessara þátta og er því byggð á raunverulegri reynslu. Frekari upplýsingar um aðferðafræði þeirra við einkunnagjöf ökutækja er að finna á heimasíðu TopSpeed.

Í nánari umfjöllun TopSpeed sagði að CR-V býður upp á þægilegan akstur, mjúkan aflgjafa, rúmgott innanrými og nóg geymslupláss, sem gerir hann að traustu vali fyrir fjölskyldur og dagleg ferðalög. Hybrid-valkostur CR-V skilar einnig frábærri sparneytni.

Honda CR-V hefur alltaf verið leiðandi í flokki sportjeppa, en keppinautar hans hafa færst nær honum hvað varðar heildarhæfni undanfarin ár. Hins vegar tók CR-V stórt skref fram á við með nýjustu kynslóð sinni sem kynnt var fyrir 2023 árgerðina. Sú endurbót hefur gert honum kleift að halda í við nýjar vörur eins og Mazda CX-50 og nýlega uppfærða keppinauta eins og Sportage.

Honda CR-V PHEV er kominn í sölu á Íslandi og er verð frá 9.790.000 kr.

Skoða CR-V PHEV