5. júní 2024

Hentar kynnir nýja leið fyrir fyrirtæki að rafvæða bílaflotann sinn

Hentar býður hagkvæmar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki í rekstarleigu.

Hentar-rekstrarleiga-rafbílar

Hentar ehf. hefur verið starfrækt í um tvö ár og býður upp á rekstrarleigu á ökutækjum.

Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á nýja rafbíla með fjölbreyttu úrvali af ökutækjum sem Bílaumboðið Askja býður upp á. Rekstrarleiga er í boði bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hentar er til húsa á Krókhálsi 11 á sama stað og systurfélagið, Askja.

,,Við hjá Hentar leggjum áherslu á að rekstur ökutækja sé einfaldur og þægilegur. Flestir þekkja formið langtímaleiga en langtímaleiga er ekkert annað en eitt form rekstrarleigu þar sem viðhald og fastur rekstrarkostnaður bílsins er innifalið í leiguverði."
Björn Ingi Pálsson, framkvæmdastjóri Hentar
Björn Ingi framkvæmdastjóri Hentar rekstrarleigu
,,Við bjóðum hagkvæmar og sveigjanlegar lausnir fyrir þá sem vilja losna við áhyggjur af viðhaldi og endursölu bíla. Hentar tryggir viðskiptavinum sínum þægindi og fyrirsjánleika í rekstri með föstum mánaðarlegum greiðslum og inniföldum föstum rekstrarkostnaði.  Í dag velja flestir rafmagnið með hreinum rafbílum eða tengiltvinnbílum sem hafa mikla drægni. Þar hafa Hentar og Askja marga möguleika bæði í fólks- og atvinnubílum."
Björn Ingi

Rekstrarleigusamningar eru í boði frá 12 til allt að 60 mánaða og geta viðskiptavinir valið þann kost sem best hentar þeirra þörfum. Sérstök áhersla er lögð á nýja rafbíla, bæði fólks- og atvinnubíla.

Rekstrarleigulausnir Hentar eru hugsaðar sem önnur leið fjármögnunar fyrir viðskiptavini Öskju og geta því t.d. hentað fyrir fyrirtæki sem vilja taka sín fyrstu skref í að rafvæða bílaflotann sinn án mikils kosntaðar eða áhættu fyrir reksturinn.

Fyrir frekari upplýsingar og ráðgjöf má sjá á vef Hentar

Vefsíða Hentar