18. maí 2021

Hátæknivæddur rafbíll

EV6 er fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia og þróaður samkvæmt nýrri hönnunarstefnu Kia sem einblínir á rafbíla framleiðandans.

Hátæknivæddur rafbíll

Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia.

Hönnunin er djörf og framsækin í takt við þær spennandi nýjungar sem rafbílar kalla fram. Innanrými bílsins er afar hátæknivætt til að kalla fram bestu mögulegu upplifun fyrir ökumann og farþega. Þar eru m.a. tveir 12,3 tommu breiðskjáir sem hægt er að stýra með snertingunni einni saman. Á skjánum er hægt að stjórna öllu sem snýr að akstrinum og afþreyingarkerfi sem tryggja öruggt samband við umheiminn.

Innanrýmið er sérlega rúmgott og þægilegt fyrir ökumann og farþega. Gólfið er slétt og nóg af plássi bæði fyrir fætur og höfuð og raunar allan líkamann. Það fer vel um alla í EV6. Bíllinn er með nýjustu kynslóð leiðsögukerfis sem auðveldar ökumanni að komast á ákvörðunarstað. Bílaumboðsins Öskju er verðið á EV6 frá 5.990.777 kr. Forsala á bílnum er í fullum gangi á kia.is.