Kia kynnti í dag nýja hönnunarheimspeki sína sem mun marka stefnuna fyrir Kia rafbíla í framtíðinni. Þessi nýja hönnunarstefna kemur fram í nýjum bíl Kia EV6 sem er fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia.
Hönnunarheimspeki Kia sækir í andstæður sem finnast í náttúrunni og orku hennar. Hönnunin er djörf og framsækin í takt við þær spennandi nýjungar sem rafbílar kalla fram.
Kia EV6 er sportlegur jepplingur og 100% hreinn rafbíll. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir Kia rafbíla. Kia kynnir einnig nýtt nafnakerfi á rafbíla sína. Þeir munu allir heita EV og síðan mun tölustafur fylgja á eftir.