24. jan. 2024

Frumsýnum nýjan og enn betri Mercedes-Benz EQA

Laugardaginn 27. janúar kl. 12-16 í sýningarsal Mercedes-Benz að Krókhálsi 11

EQA-að-framan

Ný kynslóð í fremstu röð.

  • Nýstárleg hönnun: stjörnumynstur á svörtu grillinu, ný hönnun á stýri og nýir eiginleikar í klæðningu innanrýmisins
  • Uppfærð tækni: tengi og hleðsla, ný kynslóð af MBUX-kerfinu og uppfærð akstursaðstoðarkerfi
  • Háþróaðir tæknieiginleikar: hljóðupplifanir, Dolby Atmos®

EQA hefur öðlast miklar vinsældir sökum nýrrar og áberandi SUV-yfirbyggingar, kraftmikils rafdrifs og forvirks leiðsögukerfis með Electric Intelligence. Nú verður EQA enn eftirsóknarverðari þökk sé nýju útliti, aukinni sparneytni (528 km drægni) ásamt nýjum og gagnlegum eiginleikum. Ýmsar nýjungar sem sést hafa í stærri gerðum bíla eru nú sífellt algengari í smærri bílum, t.d. MBUX-kerfi með endurbættri raddstýringu og uppfærðum akstursaðstoðarkerfum, tengi- og hleðslutækni og úrval hljóðupplifana sem hægt er að velja úr.

Mercedes-Benz EQA FL á hlið
Allt að 528 km drægni næst á nýjum EQA

Uppfært útlit EQA er nútímalegt og framúrskarandi með skýrt og áberandi yfirbragð sem undirstrikar sportlega hönnun. Afturhluti EQA einkennist af nýjum LED afturljósum sem renna saman í samfelldan ljósaborða. Nýtt grill með svartri klæðningu með gljásvörtu stjörnumynstri vekur einstaklega mikla athygli.

Ekki missa af frumsýningu á nýjum og enn betri Mercedes-Benz EQA.

Við tökum vel á móti þér í sýningarsal Mercedes-Benz að Krókhálsi 11 kl. 12-16 á laugardaginn 27. janúar.

Skoða nýjan Mercedes-Benz EQA
EQA facelift-farþega og bílstjórarými