Bíllinn býður upp á framúrskarandi útsýni með hárri sætisstöðu og drægni á rafmagni sem hentar fullkomlega í íslenskum aðstæðum.
Forsala er hafin á e:Ny1 sem er annar 100% rafknúni bíllinn sem Honda býður uppá en sá fyrsti í flokki jepplinga.
Nýr e:Ny1 er hlaðinn ríkulegum staðalbúnaði ásamt nýjustu tækni frá Honda og má þar sérstaklega nefna glæsilegan og notendavænan 15.1“ margmiðlunarskjá sem auðveldar farþegum að tengjast bílnum og hámarka akstursupplifun sína.
Helstu eiginleikar e:Ny1
- Allt að 412 km drægni
- Honda Sensing öryggistækni
- 15.1“ margmiðlunarskjár
- Stemningslýsing
- Lykillaust aðgengi og ræsing
- Skynrænn hraðastillir (smart cruise control)