Nýr Kia Sportage er sérstaklega hannaður fyrir Evrópumarkað því í fyrsta skipti í 28 ára sögu Sportage kemur sérstök Evrópu útfærsla af bílnum.
Nýr Kia Sportage verður í boði með kraftmikilli 230 hestfla Plug-in Hybrid bensínvél en einnig sparneytinni Mild Hybrid díselvél. Tengiltvinnútfærslan (Plug-in Hybrid) er með 265 hestafla, 1,6 lítra bensínvél og rafmótorum með 56 km. drægi skv. WLTP staðal. Það er því af nógu að taka og væntanlegir kaupendur ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Nýr Kia Sportage breytist mjög mikið í útliti og hönnun. Stórt og kraftmikið tígrisnefs grillið að framan, sem er eins konar ættarsvippur Kia bíla, og fallega hönnuð LED ljósin gefa fögur fyrirheit um fágun og framsækni. Framendinn tengist vel við flæðandi og sportlegan hliðarsvip bílsins. Kraftalegur afturhluti og rennileg afturljós fullkomna svo fallegar formlínur og glæsileika bílsins.