22. mars 2022

EV6 með stórsigur á Red Dot Design verðlaunahátíðinni

Hlaut verðlaun fyrir brautryðjandi og framsýna hönnun.

EV6 Red Dot

Kia EV6 stóð uppi sem sigurvegari á Red Dot Design verðlaunahátíðinni en EV6 hlaut tvenn verðlaun og þar á meðal hin virtu „Red Dot: Best of the Best“ verðlaun fyrir brautryðjandi og framsýna hönnun.

Það var 50 manna dómnefnd sem samanstendur að fremstu sérfræðingum heims í hönnun sem veittu EV6 þessi merku verðlaun en bíllinn hlaut einnig sigurverðlaunin í flokknum nýstárlegar vörur (e. Innovative product).

EV6 heldur áfram sigurgöngu Kia á Red Dot Design hátíðinni en síðan 2009 hefur Kia hlotið 27 verðlaun og er EV6 sjötti bíllinn til að hljóta hin virtu Red Dot ,,Best of the Best“ verðlaunin í hönnun.

Sigurganga EV6 heldur áfram.

Kia EV6 hefur fengið afar jákvæð viðbrögð frá því að hann kom á markað í fyrra og hefur verið að sópa til sín verðlaunum m.a. í Þýskalandi, Írlandi og Bretlandi ásamt því vera valinn bíll ársins 2022 í Evrópu.

Nánar um Kia EV6