6. júlí 2022

EV6 valinn bíll ársins á Íslandi! 

Við erum afar stolt að kynna að Kia EV6 var valinn bíll ársins á Íslandi.

Ev6 Bíll ársins á Íslandi

Bandalag íslenskra blaðamanna hefur valið Kia EV6 sem bíl ársins á Íslandi.

Þetta er enn ein viðurkenningin sem EV6 hlýtur, en hann hefur raðað til sín verðlaunum víðsvegar um heiminn frá því að hann var frumsýndur í nóvember á síðasta ári og hefur notið gífurlegra vinsælda hér á landi. Stálstýrið, eins og verðlaunin eru kölluð, hafa verið veitt nánast árlega frá árinu 2001.

Nánar um Kia EV6
,,Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu á okkar heimamarkaði. Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með vinsældum EV6 út um allan heim. Við erum mjög stolt af þessum árangri og hlökkum til að halda áfram að færa Íslendingum framúrskarandi rafbíla á komandi misserum.“
Þorgeir Ragnar Pálsson, sölustjóri Kia á Íslandi.