10. ágúst 2023

EQS SUV valinn besti bíllinn

Mercedes-Benz EQS SUV hefur verið valinn besti bíllinn samkvæmt bílatímaritinu NAF Magasinet Motor í Noregi

EQS SUV á hlið

Norðmenn eru fremsta rafbílaþjóð í heimi og þetta er því stór viðurkenning fyrir Mercedes-Benz og hinn nýja rafsportjeppa EQS SUV.

Í öðru sæti hjá norska bílatímaritinu var BMW IX M50.

Blaðamenn NAF Magasinet Motor hrósa rafmótorum og aflinu í EQS SUV en sportjeppinn dregur allt að 616 kílómetra á rafmagninu og er aðeins 4,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.
EQS SUV er með 22 kW, þriggja fasa hleðslugetu sem hleður bílinn frá 0-100% á 5,5 klukkustundum. Hraðhleðslugeta bílsins er 200 kW og hægt er að ná 300 km drægni á aðeins 15 mínútum.

Norsku blaðamennirnir voru sérlega hrifnir af því að hægt var að hlaða bílinn um 10-80% á rúmlega 30 mínútum.

EQS SUV er búinn hinum þekkta 4MATIC fjórhjóladrifi frá Mercedes-Benz. Bíllinn er stór og stæðilegur og með innanrými fyrir allt að sjö manns. Sportjeppinn hefur góða veghæð og er búinn loftpúðafjöðrun sem skilar sér í góðri akstursgetu bæði á malbiki sem og í torfærum að mati Norðmannanna.

Skoða EQS SUV í sýningarsal Öskju