25. okt. 2023

Enn skilvirkari og persónulegri þjónusta atvinnubíla Mercedes-Benz

Yfir 50 ára samanlögð reynsla í bílageiranum

Atvinnubílar Mercedes-Benz

Aðal markmið okkar er að veita góða og persónulega þjónustu og mikilvægur liður í því er að halda viðskiptavinum okkar vel upplýstum.

Nú þegar haustið rennur í garð er það okkur sönn ánægja að tilkynna breytingar í teyminu okkar hjá atvinnubílum, en við höfum fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi tíma.

Fyrr á árinu var Símon Orri tilkynntur sem nýr sölustjóri MB sendibíla og smærri hópferðabíla en ásamt því sinnir hann einnig starfi sölustjóra smart á Íslandi.

Liðið er sterkt og með yfir 50 ára samanlagða reynslu í bílageiranum, en það samanstendur af Símoni, Elvari Þór, Sigurði Steinssyni og Sigurði Stefánssyni.

Endilega kíktu við í kaffi á Krókhálsi 11.

Við tökum vel á móti þér!

Mercedes-Benz atvinnubíla teymið:

Símon Orri Sævarsson
Tók við stöðu sölustjóra Mercedes-Benz atvinnubíla fyrr á þessu ári. Hefur verið tengdur bílageiranum frá barnsaldri og hefur yfir 11 ára reynslu af sölu og ráðgjöf til fyrirtækja.
sos(hjá)askja.is - 5902159

Elvar Björnsson
Hefur starfað hjá Mercedes-Benz atvinnubílum í 7 ár og hefur víðtæka þekkingu á öllum sviðum atvinnubíla. Síðustu ár hefur Elvar sérhæft sig í sölu og ráðgjöf á hópferðabílum.
ethb(hjá)askja.is - 5902169

Sigurður Stefánsson
Bættist við liðið okkar fyrir rúmu ári síðan. Hefur yfir 30 ára reynslu af sölu- og markaðsstarfi og af þeim hefur hann starfað við sölu og ráðgjöf atvinnubíla sl. 16 ár.
Sigurður leggur áherslu á ráðlegginar í tengslum við vöruflutninga og aðstoðar þig við að finna hinn fullkomna bíl fyrir þinn rekstur.
sist(hjá)askja.is - 5902128

Sigurður Steinsson
Nýjasta viðbótin við liðið okkar. Sigurður er kominn aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Hann hefur áratuga reynslu og því mikla sérþekkingu á hópferðabílum.
Sigurður hefur verið ráðinn til Öskju samhliða Sleggjunni, systurfélags Öskju og mun sinna störfum fyrir bæði félögin með áherslu á sölu og ráðgjöf hópferðabíla.
sest(hjá)askja.is - 5902974

Sjá fleira starfsfólk Öskju