4. feb. 2025

E-Class valinn öruggasti bíllinn af Euro NCAP árið 2024

Euro NCAP framkvæma meðal annars árekstraprófanir og aðrar öryggismælingar á nýjum bílum.

E-Class frá Mercedes-Benz valinn öruggasti bíllinn af Euro NCAP árið 2024

Mercedes-Benz E-Class hefur hlotið nafnbótina „Best-Performer“ 2024 frá Euro NCAP og er þar með öruggasti bíllinn sem prófaður var á síðasta ári.

Til þess að ákvarða hvaða bíll telst bestur í þeim flokki, reikna sérfræðingar Euro NCAP út vegið meðaltal fjögurra lykilþátta í virkri og óvirkri öryggistækni: öryggi fullorðinna farþega, öryggi barna, öryggi gagnvart gangandi vegfarendum og stuðning öryggiskerfa bílsins. E-Class náði framúrskarandi árangri í öllum þessum flokkum.

„Mercedes-Benz stendur fyrir öryggi. Við höfum skapað ný viðmið í öryggi eins og sönnum brautryðjendum sæmir. Ég er stoltur af viðurkenningunni frá Euro NCAP, hún undirstrikar metnað okkar í að auka öryggi allra vegfarenda.“
Markus Schäfer, meðlimur í framkvæmdastjórn Mercedes-Benz Group AG og tæknistjóri þróunar og innkaupa hjá félaginu.

Euro NCAP (European New Car Assessment Programme) eru óháð samtök sem samanstanda af evrópskum samgönguráðuneytum, bifreiðaklúbbum og tryggingafélögum. Samtökin framkvæma meðal annars árekstraprófanir og aðrar öryggismælingar á nýjum bílum.

Viðurkenning frá sjálfstæðum samtökum á borð við Euro NCAP undirstrikar hátt öryggisstig er hjá Mercedes-Benz og sýnir fram á forystu fyrirtækisins í þróun öryggis- og akstursaðsoðarkerfa.

Nánar um E-Class