Mercedes-Benz E-Class hefur hlotið nafnbótina „Best-Performer“ 2024 frá Euro NCAP og er þar með öruggasti bíllinn sem prófaður var á síðasta ári.
Til þess að ákvarða hvaða bíll telst bestur í þeim flokki, reikna sérfræðingar Euro NCAP út vegið meðaltal fjögurra lykilþátta í virkri og óvirkri öryggistækni: öryggi fullorðinna farþega, öryggi barna, öryggi gagnvart gangandi vegfarendum og stuðning öryggiskerfa bílsins. E-Class náði framúrskarandi árangri í öllum þessum flokkum.