Eldsneytiskerfið er fyrst og fremst hugsað fyrir stóra vetnisknúna atvinnubíla sem ætlaðir eru til lengri ferðalaga. Þessir tveir stóru bílaframleiðendur hafa stofnað til samstarfs sem kallast cellcentric í kringum þessa þróunarvinnu.
Daimler og Volvo hafa skapað sér forystu í þróun og framleiðslu vörubifreiða á heimsmarkaði. Tilgangur samstarfsins er að flýta þróun með því að nýta þekkingu beggja ásamt því að gera framleiðsluna eins hagkvæma og kostur er.
Stefnt er að því að samstarfinu verði hafin framleiðsla á fjöldaframleiddum vetnisknúnum eldsneytiskerfum fyrir atvinnubíla frá Mercedes-Benz og Volvo árið 2025. Daimler og Volvo eru með þessari þróunarvinnu að stefna að því markmiði að mæta umhverfisáskorun fyrir árið 2050 um sjálfbæra flutninga og kolefnisjafnvægi í Evrópu.